logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

smorrebr.gifDanskt smurbrauð hefur gengið í endurnýjaða lífdaga eftir að upp hafa sprottið fleiri og fleiri staðir sem bjóða upp á þennan ljúffenga rétt. Reyndar væri nú að réttara að segja rétti því útfærslurnar eru óteljandi og stjórnast aðeins af hugmyndafluginu. Undirstaðan er samt alltaf ljúffengt brauð og þá þarf ekki að leita lengra en í frábært vöruúrval Myllunnar.

 

Smurbrauð kom fyrst til sem nesti. Fólk vann langan vinnudag utan heimilis og þurfti því að nærast í vinnunni. Í þá daga voru kaffistofur og eldhús á vinnustöðum allt öðruvísi en nú er og því þurfti maturinn að vera tilbúinn til átu.  Hið danska smurbrauð sem er ekki samloka heldur aðeins ein smurð brauðsneið kallaðist á dönsku „festsmörrebröd“ og það er sú útfærsla sem hvað mestra vinsælda nýtur.

Danir eru hrifnir af því að setja sjávarfang á slíkt smurbrauð – síld eða rauðsprettu til dæmis – en Íslendingar hafa sett sinn svip á smurbrauð og bjóða keikir upp á smurbrauð með hangikjöti og baunasalati, sem kallast af einhverjum ástæðum ítalskt salat.

Nokkrar hugmyndir að smurbrauði er að finna hér á síðu okkar, til dæmis að ljúffengu smurbrauði með kjúklingabringu og tómötum, smurbrauði með rækjum og smurbrauði með reyktum laxi og hrærðu eggi. Þá er þar líka að finna uppskrift að hinu klassíska smurbrauði með roast beef.

 

Prófaðu að gera ljúffengt danskt smurbrauð heima við og notaðu frábæra brauðið frá Myllunni.

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.