logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

3saman_fyrir_vef.jpgMeistaramánuður er nú í fullum gangi og margir hafa sett sér spennandi og skemmtileg markmið. Hvort sem markmiðið er að byrja að flokka rusl, spara, sinna fjölskyldunni betur eða fara í heilsuræktina er það von okkar að allt gangi þetta sem allra best. Þeir sem hafa það að markmiði að sinna heilsunni ættu að kynna sér Lífskorn frá Myllunni

 

Fræsafnið þitt

Lífskorn veitir góð frækorn, trefjar, prótein og ljúffengt bragð. Það er ekki aðeins trefjagjafi með háu hlutfalli heilkorns og lágu fituhlutfalli heldur er líka lítið af salti í því. Lífskorn er ríkt af B- og E-vítamínum sem líkaminn þarfnast.

Styður við lýðheilsumarkmið

Margar Rannsóknir hafa sýnt að plöntuefni, prótein og kolvetni heilkornsins styrkja varnir líkamans. Í rannsóknunum var minni hætta á hjarta og æðasjúkdómum og krabbameini tengd neyslu heilkorna.

Embætti landlæknis  mælir með því að þú borðir brauð úr heilkornavörum og öðru grófu kornmeti. Heilkornavörur geta því ýmist innihaldið heil og ómöluð korn eða fínmalað korn og eru þá öll næringarefni kornsins (vítamín, steinefni, trefjar, andoxunarefni og sterólar) enn til staðar.

Fjölbreytt úrval

Það er mikilvægt að borða fjölbreytta fæðu. Lífskorn er í boði í nokkrum útfærslum.

Þú hefur val um þrjár tegundir af Lífskorni því við hjá Myllunni trúum því að úrval og fjölbreytni séu góður kostur. Prófaðu Lífskorn með tröllahöfrum og ofurfæðunni chia-fræjum, Lífskorn með sólblóma fræjum og hörfræjum eða Lífskorn úr rúgi og heilhveiti. Þú getur líka skipt út rúnstykkjunum fyrir ljúffengar og þægilegar Lífskornabollur með tröllahöfrum og chia-fræjum.

Hugsaðu Lífskorn frá Myllunni sem hluta af heilsuræktinni, hugsaðu um líkama og sál með því að velja heilkornabrauð og finndu gleðina sem fylgir því að hugsa vel um líkamann, musteri sálarinnar.

 

 

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.