logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

b_225_0_16777215_00_images_shutterstock_205991386.jpgSumarfríin standa sem hæst og þá er yfirleitt nóg að gera hjá öllum. Sum börn fara á leikjanámskeið, sumarbúðir eða bara út í fótbolta á meðan unglingarnir fara í vinnuskólann eða aðra sumarvinnu. Einstaka foreldrar þurfa samt sem áður að vinna. En það er sama hvar maður er, góð samloka í nesti getur verið hápunktur dagsins þegar aðeins er slakað á og líkami og sál nærð. Hér eru þrjár góðar uppskriftir sem henta vel með uppáhalds Myllubrauðinu þínu.

 

Í síðustu viku komum við með þrjár uppskriftir fyrir lautarferðina og nú förum við yfir þrjár góðar uppskriftir sem allar henta vel í hverskonar nestispakka.

Við minnum þó á ákveðin grundvallaratriði sem oft vilja gleymast. 

Munið að það verður að smyrja brauðsneiðarnar, annaðhvort með smjöri eða majónesi. Ef það er ekki gert verða brauðsneiðarnar gegnsósa af álegginu sem fer á þær.

Þeir sem vilja aðeins meira bragð og setja bragðsterkt álegg á sneiðarnar geta ristað þær og raspað hvítlauk í þær. Ef þær eru svo smurðar líka er afar líklegt að brauðið haldi sér vel í langan tíma á eftir og verði ekki gegnsósa.

Ekki skera skorpuna af. Munið að skorpan er talin einn hollasti hluti brauðsins

 

Samloka með eplum og osti

Lífskorn er rétta brauðið fyrir þessa samloku ef ætlunin er að auka trefjaneyslu en hún er líka ótrúlega góð með hvítu samlokubrauði.

Smyrjið sultuðum lauk á neðri sneiðina (fæst í öllum betri verslunum). 

Skerið svo lífrænt ræktuð epli í þunnar sneiðar og vætið þær upp úr sítrónusafa svo þær ryðgi ekki og raðið þeim á brauðsneiðina. 

Skreytið með uppáhalds salatinu ykkar, ef til vill einhverju úr garðinum, og lokið svo með Cheddar osti og brauðsneið.

Ef þið viljið krydda þá er ferskt timian eina rétta kryddið á epla- og ostasamlokuna.

 

Krydduð skinkusamloka

Hér er önnur sem er óvenjuleg en ekki svo flókin í framreiðslu. Heimilisbrauð er tilvalið í þessa samloku en Lífskorn gerir hana trefjaríkari.

Best er að nota afgang af svínalund eða heimagerðri skinku í þessa samloku en vönduð skinka úr næstu matvöruverslun dugar einnig í hallæri.

Setjið matskeið af chilidufti, kúmeni og reyktri papriku saman í skál með klípu af salti, pipar og kanil. 

Nuddið þessu yfir svínalundina ef þið farið lúxusleiðina eða stráið yfir skinkuna og ristið í ofni með brauðsneið undir ef þið farið hallærisleiðina.

Setjið bragðsterkan ost yfir þegar brauðsneiðin er kólnuð. Ef þið viljið bráðinn ost má líka setja ostinn á þegar brauðið er hálfristað í ofninum. 

Fínskerið smáar gúrkur, svokallaðar cornichons, og dreifið yfir með smá vinaigrette.

 

Ef ykkur vantar uppskrift af vinaigrette þá er hér ein; skvetta af balsamikediki, skvetta af sítrónusafa og fjórar matskeiðar af extra virgin ólífuolíu. Pískið saman og bingó – einföld og bragðgóð vinaigrette.

 

Reyktur lax og beikon

Þetta er síðasta uppskriftin að sinni og hún er í óvenjulegri kanntinum. Hveiti samlokubrauð er fyrsti kostur fyrir þessa samloku en Heimilisbrauð gengur líka. 

Hér má kaupa reyktan lax út í búð en það má einnig grilla lax sérstaklega af þessu tilefni og borða í kvöldmat en nota svo afganginn í samloku daginn eftir.

Smyrjið samlokubrauðið með majónesi.

Kreistið sítrónu yfir laxinn, hvort sem hann er reyktur úr búðinni eða grillaður í stærri stykkjum frá kvöldinu áður.

Hægsteikið fjórar þykkar sneiðar af beikoni þangað til þær verða mjög stökkar.

Skerið þroskaðan tómat niður í þunnar sneiðar.

Raðið öllu saman á brauð og setjið svo uppáhalds salatið ykkar yfir og lokið svo samlokunni.

Það er bit í þessari samloku og þetta er afar óvenjuleg blanda.

 

Njótið vel.

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.