logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

b_225_0_16777215_00_images_stories_trolley.jpgÞað kannast ábyggilega margir við það að þurfa að henda mat. Vísir greindi frá því nýverið að nokkrir menn hefðu tekið sig saman og stofnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í að kaupa í matinn fyrir upptekna Íslendinga og er þetta gert að erlendri fyrirmynd. 

Fyrirtækið heitir Eldum rétt og heldur meðal annars úti vefsíðu þar sem nálgast má uppskriftir réttanna.

Í nýlegri grein í Kvennablaðinu skrifar Eva Hauksdóttir grein um hvernig nýta megi matvöru betur og komast hjá því að þurfa að henda henni. Þar fá lesendur nokkur góð ráð um hvernig komast megi hjá því að henda mat. 

Í greininni kemur fram að brauðmeti og mjólkurvörur séu þeir vöruflokkar sem mest er hent af í Noregi og skv. henni má ætla að það sama sé uppá teningnum hér.

Það kannast margir við það að þurfa að henda mikið af mat og eðlilega óar mörgum við því hve mikið af matvælum fer til spillis. Eitt gamalt ráð við innkaupin er að fara ekki svangur út í búð því að þá sé hætt við því að ýmislegt sem ekki er nauðsynlegt rati í innkaupakörfuna.

Í greininni kemur fram að heppilegt sé að útbúa lista yfir hvað eigi að kaupa og gott ráð sé að skrifa hann niður eða hafa í símanum. Auk þess er mikilvægt að undirbúa innkaupin og yfirfara ísskáp og eldhússkápa til að sjá hvað vanti, hvað sé útrunnið og af hverju til sé nóg.

Þeir sem hafa samanburðinn frá útlöndum vita mætavel að íslenskt brauð hefur mun minna geymsluþol en erlent brauðmeti. Skýrist það af því mikla magni rotvarnarefna sem er í erlendum brauðtegundum.

Til að forðast að koma í veg fyrir að brauð mygli er annaðhvort að kaupa hálft brauð eða frysta brauðsneiðarnar en Myllan býður upp á fjölbreytt úrval af brauðtegundum í hálfum stærðum.

 

 

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.