logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Lífskornabollurnar eru frábærar með hamborgaranum.

Eins og veðurblíðan hefur verið undanfarið hér á höfuðborgarsvæðinu er kannski óhætt að segja að sumarið sé komið. Og hvað er þá betra en að skella einum safaríkum hamborgara á grillið. Hefðbundnu hamborgarabrauðin okkar eru sívinsæl en svo er líka sniðugt að nota Lífskornabollur í stað hamborgarabrauðsins.

Sé lagður metnaður í heimagerðan hamborgara er hann síst verri og oftar en ekki betri en sá sem fæst á bistróum og veitingahúsum. Þegar kemur að því að búa til eigin hamborgara geta menn farið ýmsar leiðir: menn geta haft hann einfaldan og klassískan og keypt borgarana tilbúna í næstu verslun, skellt á þá osti, salati, grillsósum og kryddað.

Svo er vitanlega hægt að útbúa deluxe-útgáfuna þar sem hráefnið er fyrsta flokks nautakjöt og fjölbreyttari grillsósur en gengur og gerist á hamborgarabúllunum. Eitt af því er að velja kotasælu eða sýrðan rjóma í stað mæjóness og Lífskornabollur í stað hefðbundins hamborgarabrauðs. 

Landinn hefur alltaf verið mikið fyrir sósur og hægt er að fara allt aðra leið en þá að velja hefðbundna kokteilsósu. Ein leiðin er sú að blanda saman AB-mjólk við sýrðan rjóma og dijon-sinnep.

Það fer því fjarri því að afgreiða þurfi hamborgarann einfaldlega sem „sjoppufæði“ eins og stundum er gert því hann getur með örlítilli fyrirhöfn verið svo miklu meira.

Hvort sem þú velur einföldu leiðina eða deluxe-útgáfuna af hamborgaranum þá eru hamborgarabrauðin frá Myllunni ómissandi þar sem Myllan hefur framleitt vinsælustu hamborgarabrauð landsins um árabil enda finnur þú gómsæt og ilmandi Myllu hamborgarabrauð í næstu verslun.

Myllan óskar landsmönnum öllum gleðilegs og góðs grillsumars. 

 

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.