logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

b_225_0_16777215_00_images_skonsur_f_vef.jpgErt þú búinn að prófa nýju skonsurnar frá Myllunni sem fást í næstu verslun? Þær eru nýbakaðar á hverjum degi í bakaríi Myllunnar í Skeifunni. Nældu þér í ekta bragðgóðar íslenskar skonsur með kaffinu. Þær eru litlar og nettar og því afar hentugt að grípa þær með sér til að fá sér smá bita.

 

Sumum finnst skonsurnar bestar með smjöri og osti. En svo eru aðrir sem kjósa fremur „amerísku útgáfuna“. Hún felst í því að hlynsírópi eða hunangi er hellt yfir skonsuna og flórsykri svo stráð yfir. Svo eru aðrir sem eru ekkert að velta þessu fyrir sér og fá sér skonsuna bara beint úr pokanum enda eru þær svo góðar að það þarf ekki einu sinni að smyrja þær.

Nýju skonsurnar frá Myllunni eru ekki bara ljúffengar og alltaf nýbakaðar heldur eru þær einnig afar meðfærilegar og henta vel í nestisboxið fyrir bakpokann fyrir þá sem ætla í fjallgöngur eða lengri göngutúra.

Samsett mynd af Myllu Skonsum
Myllu Skonsur má framreiða á mismunandi hátt. Hvernig er þín uppáhaldsskonsa?

Eins og með allt sem okkur þykir svo ómótstæðilega gott þá eru allir tímar dagsins jafngóðir þegar kemur að því að gæða sér á skonsunum. Þær eru góðar með morgunkaffinu, í hádeginu, með síðdegiskaffinu og svo sem kvöldhressing eftir göngutúrinn eða fjallgöngu.

Prófaðu nýju skonsurnar frá Myllunni og segðu okkur hvernig þér finnst hún best. Kíktu á Facebook-síðu Myllunnar og segðu okkur hvernig þín draumaskonsa er.

Prófaðu nýbakaðar Mylluskonsur sem þú færð í næstu verslun.

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.