logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Eyrarbrauð frá Myllunni.

Mikil umræða hefur átt sér stað um kolvetni að undanförnu og á dögunum fjölluðum við um grein eftir Laufey Sigurðardóttur í Fréttatímanum sem fjallaði um góð og slæm kolvetni og geta áhugasamir kynnt sér innihald hennar hér.

Margir álíta að kolvetni fyrirfinnist eingöngu í mjölvaríkum matvælum eins og núðlum, hvítubrauði og kartöflum. Kolvetni finnast hinsvegar einnig í grænmeti, ávöxtum og baunum. 

Það sem greinir kolvetni hinsvegar frá fitu eða próteini er að þau eru helsti orkugjafi líkamans. Kolvetni finnast í fjöldanum öllum af matvælum, og er þeim þá oft skipt í tvo hópa: góð kolvetni og slæm kolvetni.

Til góðra kolvetna teljast þau sem koma úr lítið unnum matvælum á borð við ávexti, grænmeti, baunir, mjólkurafurðir og heilkorn. 

Það er líka önnur ástæða fyrir því að þessi kolvetni eru talin góð en hún er sú að þau veita líkamanum ekki aðeins orku heldur innihalda þau vítamín og steinefni. Grænmeti, ávextir, baunir og hafrar eru jafnframt rík af andoxunarefnum og trefjum.

Slæmu kolvetnin eru hinsvegar þau sem koma úr mikið unnum matvælum eins og kexi, kökum, hvítu brauði, morgunkorni og pasta þar sem þau útvega líkamanum einungis kaloríur. 

Kolvetnaþörf mannsins er mismunandi milli manna og fer eftir hreyfingu og brennslu meðal annars. Sumir megrunarkúrar ganga út á að forðast neyslu á kolvetni í því augnamiði að léttast en það getur verið varasamt að draga úr kolvetnaneyslu of hratt þar sem líkaminn fær þá ekki nauðsynlegt magn slíkra efna.

Það er vissulega hægt að ná auðveldlega dagskammti af kolvetnum með neyslu slæmra kolvetna. En þá vantar öll næringarefnin, vítamín og steinefni því ættu grænmeti, ávextir og gróft brauð að vera helsti kolvetnagjafinn.

Þú færð gott úrval af heilkorna og trefjaríkum grófum brauðum hjá Myllunni eins og Lífskorn, Eyrarbrauð og Fitty samlokubrauð í næstu verslun.  

 

 

 

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.