logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Pylsubrauð MyllunnarÞað er stundum sagt að ein með öllu sé þjóðarréttur Íslendinga og nokkuð ljóst að ýmislegt er til í þeirri fullyrðingu. Áratugum saman hafa Íslendingar á öllum aldri gætt sér á einni með öllu.

Það er æði misjafnt hvernig menn vilja hafa pylsuna sína. Sumir vilja ekkert nema tómatsósu á meðan aðrir meina að þeir betrumbæti eina með öllu með því að hafa einnig rauðkál, ost, krydd og franskar en þannig eru þær gjarnan afgreiddar á Akureyri.

Þótt margir sunnlendingar fussi og sveii yfir því sem þeir kalla „tóma vitleysu“ þegar kemur að pulsuáti Akureyringa eru norðanmenn alveg jafn hissa á þröngsýni sunnlenskra pulsuunnenda þegar kemur að pylsuáti.

Á meðan sumir vilja þær soðnar vilja aðrir þær grillaðar. Þegar pulsur eru grillaðar hafa sumir þann mælikvarða að grilla þær uns þær springa, fyrr séu pylsurnar einfaldlega ekki tilbúnar.

En sama hvort fólk vilji pylsurnar steiktar, soðnar eða grillaðar, eða hreinlega „einn Akureyring“ eins og norðlenska útgáfan er stundum kölluð, eiga allir það sameiginlegt að kjósa pylsubrauðið frá Myllunni.

Þú færð pylsubrauðið frá Myllunni, eða pulsubrauðið eins og sumir kjósa fremur að kalla það, í næstu verslun.

 

  

 

 

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.