logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Myllan býður gott úrval hollra og trefjaríkra brauðtegunda, eins og t.d. Lífskorn.

Mikilvægi trefja og grófs brauðs hefur oft verið til umfjöllunar hér á síðunni. Í dálkinum Smartland sem Marta María heldur úti í Morgunblaðinu segir Linda Pétursdóttir trefjar og gróft brauð meðal þeirra 10 atriða sem bæta líf hennar.

Linda nefnir 10 atriði í viðtali við Monitor sem hún segir að bæti líf hennar. Meðal þess sem hún nefnir er regluleg hreyfing, góður svefn, slökun og gufuböð sem leiðir til þess að bæta líf sitt.

Linda leggur jafnframt áherslu á neyslu trefja og gróft brauð sem og nauðsyn þess að huga að því að sykurneysla sé ekki of mikil.

Sykurneysluna segir Linda veikja ónæmiskerfið og auka líkur á sjúkdómum eins og áunninni sykursýki, eða sykursýki af gerð 2. Linda nefnir einnig að með því að taka sykurinn út tvisvar í viku felist ávinningurinn í minna mittismáli og sléttari og fallegri húð.

Linda hvetur fólk svo til að bæta smám saman aukinni hollustu í matarvalið og gróft korn, gróft brauð og trefjaríkt séu þar góður kostur.

Linda tekur í sama streng og fjölmargir aðilar sem hafa látið sig málið varða og bent á mikilvægi trefja og grófs kornmetis. 

Í síðustu viku fjölluðum við um ábendingar Laufeyjar Steingrímsdóttur, prófessors í næringarfræði við Háskóla Íslands um mikilvægi þess að neyta trefjaríkra heilkornaafurða. 

Myllan hefur markvisst unnið að því að auka úrvalið af hollum og trefjaríkum heilkornavörum sem er í anda heilsustefnu fyrirtækisins og svar við síauknum kröfum viðskiptavina um hollar brauðafurðir.

Kynntu þér úrvalið af hollum og trefjaríkum brauðum Myllunnar sem þú færð í næstu verslun.

 

 

 

 

  

 

 

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.