logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Mundu eftir heilkornavörunum. Talsvert hefur verið fjallað um kosti þess að kjósa gróft brauðmeti og heilkornavörur þegar kemur að vali á brauði og brauðafurðum hér á vef Myllunnar. Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, heldur því fram í grein í Fréttatímanum að ekki sé rétt að setja allar kolvetnaríkar afurðir undir sama hatt.

Í greininni „Eiga gosdrykkir og rúgbrauð eitthvað sameiginlegt?“ veltir Laufey fyrir sér hvort umræðan um kolvetni í matvælum á Íslandi í dag sé að einhverju leyti á villigötum þar sem allar kolvetnaríkar fæðutegundir eru settar undir einn hatt.

Laufey bendir á að slíkar einfaldanir þjóni engum tilgangi. Kolvetnarík fæða geti vissulega verið óholl, en hún getur líka verið mjög holl og fari það að miklu leyti eftir því um hvers konar kolvetni er að ræða og að hve miklu leyti varan er unnin.

Laufey bendir á að kökur, kex og sætindi séu vissulega kolvetnaríkar vörur og dæmi um þær sem eru óhollar. Slíkt eigi hinsvegar ekki við um ósætt rúgbrauð, heilkornabrauð, gróft pasta, hýðishrísgrjón og bankabygg þótt þessar vörur séu jafnframt mjög kolvetnaríkar. Það sé því villandi að nota þann mælikvarða þegar gæði matvöru eru metnar.

Laufey bendir jafnframt á að rannsóknir hafi sýnt að neysla á heilkornaafurðum veiti líkamanum mettunartilfinningu og þannig sé betra að stjórna eigin líkamsþyngd. Auk þess dragi neysla heilkornaafurða úr líkum á ýmsum langvinnum sjúkdómum á borð við áunna sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. 

Með þessu móti tekur Laufey í svipaðan streng og fram kemur á heimasíðu Embætti landlæknis, í leiðbeiningum Norrænu næringarráðlegginganna og ábendingum fjölda annarra næringarfræðinga. Allir þessir aðilar leggja ríka áherslu á neyslu trefjaríkra brauðafurða og heilkornaafurða í mataræði.

Myllan býður fjölbreytt úrval af hollum og trefjaríkum vörum enda er það í anda heilsustefnu fyrirtækisins að koma til móts við síauknar kröfur neytenda um aukið framboð af hollum og trefjaríkum heilkornaafurðum. 

 

    

 

 

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.