logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Hafðu bollurnar frá Myllunni.Næsta mánudag rennur bolludagurinn upp. Talið er að hann hafi borist til landsins fyrir dönsk eða norsk áhrif á seinni hluta 19. aldar. Og allar götur síðan hefur hann verið haldinn hátíðlegur til mikillar gleði fyrir jafnt unga sem aldna.

Orðið bolludagur verður ekki þekkt á Íslandi fyrr en eftir aldamótin 1900 og sá sást það fyrst á prenti árið 1910. Það  breytir því þó ekki að í yfir 100 ár hefur tíðkast að borða bollur eða allar götur frá því þess er getið í dagblaðinu Þjóðólfi frá árinu 1910.

Það er svo á öðrum áratug aldarinnar að reykvísk bakarí fara að auglýsa bollur til sölu og hafa bollur staðið Reykvíkingum, og öðrum landsmönnum, til boða síðan. 

Algengustu tegundirnar af bollum eru vatnsdeigsbollur og gerbollur og takast menn jafnan á um það hvorar bollurnar séu betri.

Hjá okkur í Myllunni er jafnan mikill handagangur í öskjunni í aðdraganda bolludagsins enda bökum við margar gerðir af bollum þannig að allir finni nú ábyggilega eitthvað við sitt hæfi.

Taktu forskot á sæluna og bjóddu uppá bollur um helgina og hitaðu upp fyrir bolludaginn sjálfan sem er á mánudaginn. Svo er einnig hægt að panta bollurnar okkar og hér geturðu kynnt þér úrvalið.

 

 

 

 

 

 

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.