logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

b_225_0_16777215_00_images_bouquet-of-flowers-1379293-m.jpgÞað ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að konudagurinn er á sunnudaginn. Eins og alltaf í aðdraganda konudags hafa dagblöðin verið iðin við að gefa karlpeningnum góð ráð og hugmyndir um hvernig þeir geti glatt þær sem standa hjarta þeirra næst á konudaginn.

Það er stundum sagt að það séu margar leiðir að hjarta manneskjunnar. Og þó það megi vel vera að leiðirnar að hjörtum kynjanna tveggja liggi ekki alltaf samsíða þá er nú líklegt að sá spotti sem fer um magann sé sameiginlegur.

Á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna fróðlega umfjöllun um uppruna og sögu konudagsins og vísum við fróðleiksfúsum þangað vilji menn kynna sér hana.

Annars ætlum við ekki að hafa mörg orð um þetta hér. Við viljum bara óska dætrum og mæðrum þessa lands til hamingju og hvetjum kærasta og eiginmenn nú til þess að vera dálítið frumlegir og uppátækjasamir í tilefni dagsins.

Mey skal að morgni lofa segir máltækið. Og hvað sýnir slíka lofgjörð betur í verki en dýrindis kræsingar og kaffimeðlæti Myllunnar í morgunsárið á konudaginn sjálfan.  

 

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.