logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

b_225_0_16777215_00_images_stories_vorur_1038366_wheat.jpgMikið hefur verið talað um næringu og næringargildi hér á síðunni í kjölfar síaukinnar vitundarvakningar almennings og aukinnar áherslu á heilsusamleg matvæli. Hjá Myllunni er lögð áhersla á að bjóða gott úrval trefjaríkra og hollra heilkornabrauða.

Við höfum áður hér á síðunni sagt frá heilsustefnu fyrirtækisins þar sem áhersla er lögð á að koma til móts við síauknar kröfur viðskiptavina um hollar og trefjaríkar brauðafurðir. Myllan hlaut Fjöregg Matvæla- og næringarfræðingafélags Íslands í lok árs 2011 fyrir framúrskarandi starf við framleiðslu og markaðssetningu á trefjaríkum brauðafurðum. 

Hluti af heilsustefnunni er mjög metnaðarfull vöruþróun og meðal nýjustu afurða okkar eru tvær gerðir af Lífskorni og Lífskornabollur sem komu á markað í fyrra en þær vörur uppfylla báðar skilyrði Skráargatsins.

Með innleiðingu Skráargatsins fá neytendur upplýsingar um hollustu vörurnar í sínum flokki og er merkingunum ætlað að auðvelda neytendum valið á þeim.

Mikilvægi trefjaríkra afurða og heilkorns

Við höfum einnig fjallað talsvert um mikilvægi trefjaríkra afurða og heilkorns hér á síðunni enda hefur mikil umræða skapast um heilkornavörur. Heilkorn og heilmalað korn eru þær vörur kallaðar þar sem allir hlutar kornsins eru enn til staðar, kím, fræhvíta og klíð og ekkert er sigtað frá eftir mölun.

Það þýðir að öll næringarefni kornsins eru ennþá til staðar eins og vítamín, steinefni, trefjar og andoxunarefni.

Á heimasíðu Embætti landlæknis er bent á að neysla á grófu kornmeti hafi tengsl við lækkaða tíðni hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki af gerð 2, góð áhrif á meltingu og geti hjálpað til að viðhalda hæfilegri líkamsþyngd. Auk þess kemur fram á síðu embættisins að trefjaneysla hafi tengsl við minni líkur á ristilkrabba. 

Ráðleggingar um mataræði

Þegar kemur að ráðleggingum um mataræði hafa margir stungið niður penna. Lágkolvetnakúrar hafa verið nefndir til sögunnar sem áhrifarík leið til að léttast. Samkvæmt nýlegri sænskri skýrslu virðist það hinsvegar ekki mjög árangursríkt til lengri tíma litið og er fólki fremur bent á heilbrigða lifnaðarhætti, reglulega hreyfingu auk holls og fjölbreytts mataræðis.

Það er rétt að benda fólki á að huga vel að uppruna þeirra greina sem það les sér til um mataræði og hollustukúra. Margar af þeim eru beinlínis rangar eða mjög villandi eins og nýleg grein þar sem fjallað er um heilkornaafurðir í neikvæðu ljósi. Þá virðist gæta misskilnings um að heilkornavörur eigi eingöngu að innihalda heilt korn. Samkvæmt skilgreiningum Skráargatsins þá má kornið vera malað, brotið eða álíka að því gefnu að hlutföllin haldist og þá um leið næringarefnin.

Reglulega yfirfara helstu sérfræðingar á sviði næringar á norðurlöndum þær rannsóknir sem liggja fyrir og taka tillit til nýrrar þekkingar sem hefur skapast. Þá eru gefnar út norrænar næringarráðleggingar sem innihalda viðmiðunargildi fyrir næringarefni sem fullnægja þörfum mannsins, hámarka heilsu og draga úr líkum á krónískum sjúkdómum. Þá mynda norrænu næringarráðleggingarnar grunninn að fæðutengdum ráðleggingunum á Norðurlöndunum og munu íslensku ráðleggingarnar verða teknar til skoðunar í kjölfarið. 

Í nýjustu norrænu næringarráðleggingunum er lögð áhersla á gæði þeirrar fitu og kolvetna sem neytt er. Þá er ályktað að til að tryggja sem besta heilsu Norðurlandabúa sé fjölbreytt mataræði lykillinn, mataræði sem byggir á grænmeti, ávöxtum, berjum, hnetum og fræjum, heilkorni, fiski, jurtaolíum og mögrum mjólkurvörum.    

Það er mikið áhyggjuefni þegar röngum upplýsingum er haldið að fólki, á sama tíma og fjölmargar greinar hafa birst á síðu Embættis landlæknis þar sem næringarfræðingar hrekja algengar fullyrðingar sem settar eru fram í hverjum mánuði af sjálfskipuðum sérfræðingum.

Það er vonandi að sem flestir beri gæfu til þess að kanna málin á eigin vegum og kalli eftir upplýsingum frá traustum aðilum þegar eins mikið er lagt undir og líkami og heilsa.

 

 

 

         

 

 

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.