logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

b_225_0_16777215_00_images_stories_vorur_636.jpgEins og margir vita stendur þorrinn nú sem hæst. Um borg og bæ hittist fólk og gerir sér glaðan dag með rammíslenskum kræsingum sem hæfa þessum árstíma og eru stundum kallaðar þorramatur.

Þótt orðið þorri sé að finna í miðaldaheimildum er það ekki fyrr en laust eftir miðja 20. öldina að almenningur fer að borða þorramat.

Ýmis átthagafélög blésu þá til þorrablóta þar sem brottfluttir sveitungar hittast og rifja upp gamla tíma. Einnig tóku sumir vinnustaðir þorrablótin upp á sína arma auk þess sem vinahópar komu saman og gæddu sér á þorramat.

Á meðan sumir éta allt sem að kjafti kemur eins og stundum er sagt eru aðrir vandfýsnari og sneiða hjá súrsaða matnum eins og lundabagga, hrútspungum og súrsaðri lifrapylsu og blóðmör en halda sig þess í stað við hefðbundnari rétti eins og hangikjöt, harðfisk og síld.

En hvort sem þú ætlar alla leið með þorramatinn eða taka light-útgáfuna þá er rúgbrauðið frá Myllunni algerlega ómissandi þegar kemur að þorramáltíðinni. 

Meðal vinsælla tegunda okkar eru Bæjarasólkjarnabrauð, maltbrauð, Dinkelbergerbrauð og ráðskonubrauð svo einungis fáeinar tegundir séu nefndar. 

Þú færð rúgbrauðið frá Myllunni í næstu verslun.

 

 

 

 

 

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.