logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Lífskorn frá Myllunni.Í Morgunblaðinu þann 23. janúar síðastliðinn er grein eftir Gunnar Sigurðsson lækni og Laufey Steingrímsdóttur, prófessor í næringarfræði þar sem þau fóru yfir stöðu kransæðasjúkdóma og mataræðis Íslendinga.

Í grein þeirra kom fram að í dag væri staðan varðandi kólesteról í mataræði Íslendinga allt önnur en sú sem var uppi á teningnum fyrir þremur áratugum.

Frá árinu 1967 hefur rannsóknastöð Hjartaverndar mælt kólesteról í blóði Íslendinga og hefur lækkunin verið samfelld allan þann tíma.

Hér munar mestu sú vitundarvakning sem orðið hefur varðandi óhollustu harðrar fitu og hið gríðarmikla og öfluga forvarnarstarf sem unnið hefur verið af Hjartavernd.

En það eru fleiri þættir sem má nefna. Reglugerðir hafa breyst og hefur afnám tolla og önnur innflutningshöft á grænmeti og ávöxtum auk vitundarvakningar þegar kemur að hollum og næringarríkum matvælum haft mikið að segja við að ná kólesteróli niður í blóði landsmanna.

Árið 2013 voru ráðleggingar um næringu og mataræði kynntar af Norrænu ráðherranefndinni þar sem mjög er hvatt til neyslu á afurðum úr jurtaríkinu, á grófum heilkornavörum, grænmeti, ávöxtum, fiskmeti og hentum.

Við hjá Myllunni höfum ekki farið varhluta af þeirri vitundarvakningu sem átt hefur sér stað er varðar hollt mataræði og heilbrigðan lífstíl.

Við hjá Myllunni leggjum mikið upp úr vöruþróun og fyrir nokkrum tókum við upp heilsustefnu Myllunnar og með því komum við til móts við síauknar kröfur viðskiptavina okkar um hollar og næringarríkar brauðafurðir.

Fyrir skömmu var Skráargatið innleitt en vörur merktar því hjálpa neytendum að velja hollustu vörurnar í sínum flokki. Myllan var eitt af fyrstu matvælafyrirtækjunum til að hljóta þann heiður að vera með vörur merktar Skráargatinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.