logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

b_225_0_16777215_00_images_stories_cw110230_isam_myllan_lifskorn_luxusbraudbollur_destkif_10102011_end.jpgEins og unnendur Lífskorns Myllunnar vita kom það á  markað síðastliðinn vetur. Um er að ræða vöru sem setti algjörlega ný viðmið í íslensku heilsufæði þar sem brauðið inniheldur hátt hlutfall heilkorns og því trefjaríkt auk þess að innihalda fjölda mikilvægra næringarefna eins og steinefni og B og E vítamín.

Í síðasta mánuði komu svo Lífskorn heilkornabollur á markað sem innihalda hátt hlutfall heilkorns og eru því trefjaríkar. Þær eru nýjasta vara fyrirtækisins sem framleidd er út frá heilsustefnu Myllunnar.

 

Bollurnar eru unnar eftir sömu uppskrift og brauðið að því undanskildu að maltextrakt er notað í bollurnar. Taflan sem við birtum í fyrst með bollunum tók hinsvegar ekki tillit til maltextraktsins og því höfum við látið gera nýja töflu svo munurinn sé alveg skýr. Maltextraktið er nauðsynlegt því bollurnar þurfa að hefast meira og því er
annað ger notað. Þetta breytir næringargildinu örlítið á þann veg að hærra hlutfall kolvetna er í bollunum. Það er með öðrum orðum örlítill viðbættur sykur sem fylgir maltextraktinu í bollunum. Það er engum sykri hinsvegar bætt í uppskriftina nema það sem nauðsynlegt er til að bollurnar hefist.

Við höfum því látið útbúa nýja töflu fyrir Lífskorn heilkornabollurnar svo samanburðurinn sé hárréttur og birtist hún hér með fréttinni.

Bollurnar uppfylla skilyrði Skráargatsins, líkt  Lífskornsbrauðinu, og eru trefjaríkar heilkornabollur sem hægt er að nota á fjölbreyttari hátt en Lífskornsbrauðið.

Fyrir þá sem vilja skipta rúnstykki út fyrir hollustuna mælum við eindregið með Lífskorn heilkornabollunum. Fyrir þá sem kunna að meta hamborgara eru tilvalið að nota bollurnar í stað venjulegs hamborgarabrauðs.


Á heimasíðu Myllunnar er ávallt hægt að fá nýjustu upplýsingar og ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna. Munið líka eftir okkur á Facebook.

Njótið vel!

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.