logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Prófaðu nýju Lífskornabollurnar frá Myllunni.Síðastliðinn vetur kom Lífskornabrauð Myllunnar á markað . Lífskornabrauðið inniheldur hátt hlutfall heilkorns og er því trefjaríkt auk þess að innihalda fjölda mikilvægra næringarefna eins og steinefni og B og E vítamín. Nýverið komu svo Lífskornabollur á markað sem er nýjasta afurð Myllunnar sem unnin er út frá heilsustefnu fyrirtækisins.

Lífskornabollurnar eru unnar eftir sömu uppskrift og Lífskornabrauðið sem einnig er framleitt út frá heilsustefnu Myllunnar. Lífskornabrauðið hlaut frábærar móttökur meðal neytenda og er það von okkar að nýju Lífskornabollurnar verði ekki síður vinsælar meðal viðskiptavina Myllunnar.

Vitund um mikilvægi trefjaneyslu eykst sífellt

Trefjar eru einn af lykilþáttunum í heilsustefnu Myllunnar. Næringarfræðingar hafa bent á nauðsyn þess að borða trefjaríkt fæði þar sem trefjar auka mettunartilfinningu og geta þannig hjálpað við þyngdarstjórnun. Rannsóknir sýna að þeir sem velja reglulega heilkorn og trefjaríkar vörur eiga síður á hættu að fá sykursýki af gerð 2 auk ýmissa annarra lífstílstengdra sjúkdóma. 

Með Lífskornabollum Myllunnar eykur fyrirtækið enn úrval sitt af trefjaríkum og hollum vörum til að koma til móts við þá sem leggja áherslu á heilbrigðan lífstíl. Veldu hollustuna og prófaðu Lífskornabollur Myllunnar sem fást nú í næstu verslun.


Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.