logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Myllan hf. er leiðandi fyrirtæki á íslenskum matvælamarkaði, sem sérhæfir sig í markaðssetningu og framleiðslu á brauðum, kökum og skyldum vörum fyrir neytendamakað, hótel og veitingahús, mötuneyti og stofnanir. Myllan-Brauð hf. stefnir að því að uppfylla fjölbreyttar þarfir viðskiptavina sinna á sínu sviði með viðeigandi lausnum í hverju tilfelli. Myllan-Brauð hf. stefnir að því að vera ávallt eitt af fimm arðbærustu fyrirtækjum í matvælaframleiðslu á Íslandi. 

Markaðsdeild neytendavöru keppir á neytendamarkaði fyrir brauð, kökur og skyldar vörur. Hlutverk deildarinnar er að vera bautryðjandi í nýjungum í verslunarháttum innan verslana og stórmarkaða að því er varðar afgreiðslu á nýbökuðu brauði, kökum og skyldum vörum sem er það ferskasta sem hægt er að fá á markaðnum. Lögð verður áhersla á að vera í fararbroddi í að uppfylla þarfir neytenda fyrir hágæða brauðmeti, kökur, frosin brauð og skyldar vörur í handhægum umbúðum til daglegrar neyslu. Það verður jafnframt mikilvægur þáttur í starfsemi markaðsdeildar neytendavöru að hafa frumkvæði að markvissri vöruþróun sem tryggir það að vöruframboð fyrirtækisins sé ávallt í takt við óskir markaðarins hverju sinni. 

Markaðsdeild stofnana og fyrirtækjamarkaðar keppir á stofnana og fyrirtækjamarkaði fyrir brauð og kökur. Hlutverk deildarinnar er að veita stofnunum, mötuneytum fyrirtækja, framleiðendum og veitinga- og gistihúsum fjölbreytta hágæða og markvissa þjónsutu varðandi brauð og kökur. Lögð verður áhersla á að byggja upp virðisaukandi þjónustu og hagkvæmar lausnir fyrir viðskiptavini og auka þar með samkeppnisforskot fyrirtækisins þannig að fyrirtækið njóti hærri verða í krafti gæða og vandaðrar þjónustu. 

Framleiðsludeild leggur áherslu á hagkvæma gæðaframleiðslu á brauðum og kökum og útvegun söluvara í réttu magni, með réttum gæðum á réttum tíma. Ennfremur er hlutverk deildarinnar að þróa vörur þannig að þær uppfylli kröfur markaðsdeildanna. Framleiðsludeild stefnir að því að vera hagkvæmasti birgi markaðsdeilda í öllum vörum, hvort sem er eigin framleiddum eða aðkeyptum og veita markaðsdeildum þann stuðning sem þarf til þess að fyrirtækið nái árangri sínum gangvart viðskiptavinum, keppinautum og eigendum sínum. 

Viðskiptavinaþjónusta annast alla þjónustu við viðskiptavini frá því að pöntun berst og til þess að varan er komin í hendur viðskiptavina. Viðskiptavinaþjónustan ber ábyrgð á að þjónusta við viðskiptavini, sem sniðin er að þörfum hvers og eins, sé í samræmi við það sem markaðsdeildirnar ákveða. Viðskiptavinaþjónustan annast rekstur lagers og dreifingar og myndar sterk tengsl milli framleiðslu og sölu með því að tryggja góða þjónustu við viðskiptavini. Í því skyni mun viðskiptavinaþjónustan vera vakandi fyrir þörfum viðskiptavina og hafa frumkvæði að því að hvetja til stöðugra framfara í þá átt að koma betur til móts við síbreytilegar þarfir þeirra. 

Starfsmannaþjónusta er þjónustuaðili við aðrar deildir í fyrirtækinu. Starfsmannaþjónusta annast alla launavinnslu, sér um að starfsmannahandbók sé viðhaldið, sér um starfsumsóknir, aðstoaðr stjórnendur við ráðningar og frammistöðumat og fylgist með því að stjórnendur framfylgi starfsmannamálum á samræmdan hátt. Starfsmannaþjónustan sér um samskipti við aðila vinnumarkaðarins, fylgist með og kynnir nýjungar í starfsmannamálum fyrir stjórnendum fyrirtækisins. 

Fjármáladeild hefur með höndum að byggja upp öfluga fjármálastjón og fjármálastefnu hjá fyrirtækinu sem tryggir ætíð hagkvæmustu nýtingu fjármagns og samsetningu eigna og skulda. Auk hefðbundinna verkefna mun fjármáladeild byggja upp öflugt upplýsingakerfi sem styður við og treystir starfsemi fyrirtækisins. Jafnframt er það hlutverk deildarinnar að hafa umsjón með fasteignum og fjárfestingum fyrirtækisins með þeim hætti að þær skili fyrirtækinu hámarksarði. 

Gæðaeftirlit og gæðastjórn mun tryggja vönduð vinnubrögð í allri starfsemi fyrirtækisins og gæði framleiðslunnar. Gæðastjórn starfar sjálfstætt að gæðaeftirliti og sér til þess að kröfum fyrirtækisins, í samræmi við staðla og annað sem það kýs að starfa eftir, verði fylgt eftir á öllum sviðum. Gæðaeftirlit mun hafa frumkvæði að fyrirbyggjandi aðgerðum í vinnsluferlum fyrirtækisins sem stuðla að sífellt meiri vörugæðum og vandaðri vinnubrögðum.
Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.