logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Hér er á ferðinni bragðgóður kjúklingaréttur sem hentar mjög vel með indverskum Naan brauðum. 

Kjúklingabringur með möndlum og norður-indveskri kryddsósu

800 g úrbeinaðar kjúklingabringur

1 tsk túrmerik

Krydd- eða sellerísalt

1 msk smjör

1 dl möndluspænir (ristaðir)

Brúnið kjúklingabringurnar í smjöri og stráið kryddinu yfir.

 

Sósan

1 cm engiferrót, fínt skorin

3 - 5 hvítlauksgeirar, fínt skornir

2 - 3 skallottulaukar, í sneiðum

1 - 2 chillipipar (eftir smekk), kjarnhreinsaður og skorinn smátt

1 msk grænmetisolía

1 tsk cumminduft

1 tsk kóríanderduft

1 1/2 tskt garam massala kryddblanda

1 1/2 tsk túrmerki

safi úr 1 sítrónu

1 msk púðursykur

1 msk tómatkraftur

1 dós kókosmjólk

1 dl kjúklingasoðkraftur

1 baukur sýrður rjómi

 

Léttsteikið grænmetið.  Bætið út í kryddi, sítrónusafa, púðursykri, tómatkrafti, kókosmjólk og kjúklingakrafti.  Sjóðið saman.

Hrærið sýrða rjómanum saman við.  Látið sósuna í eldfast form og forsteiktar kjúklingabringurnar ofan á.  Stráið yfir ristuðum möndlum.

Bakið við 160°C í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til kjúklingabringurnar eru gegnum eldaðar.  Berið fram með hrísgjónum, stekitu grænmeti og Naanbrauði.

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.