logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Lífskorn frá Myllunni. Lífskorn er nýtt heilkornabrauð frá Myllunni. Brauðið er fullt af trefjum, án viðbætts sykurs, með lágt fituhlutfall og inniheldur lítið af salti. Lífskorn frá Myllunni er bæði hollt og gott og fullt af næringarríkum trefjum sem gefur þér kraft og orku til að takast á við nýjan dag. Prófaðu nýja heilkornabrauðið frá Myllunni og settu hollustuna í forgang.

 

Lífskorn frá Myllunni er trefjaríkt og hefur hátt hlutfall heilkorns. Það inniheldur einnig B-vítamín og steinefni sem tryggir viðhald mikilvægra hollustuþátta. Heilkorn inniheldur plöntuefni, prótein og kolvetni sem styrkja varnir líkamans og draga úr blóðsykursveiflum. Nýja heilkornabrauð Myllunnar færir þér hollustu og orku fyrir annríki dagsins. Lífskorn Myllunnar er nýjasta afurðin sem unnin er út frá heilsustefnu Myllunnar sem felst í því að auka verulega framboðið á trefjaríkum og hollum vörum og stuðla með því að auknu umtali og athygli á hollu fæði.

Trefjar eru lykilþáttur í heilsustefnu Myllunnar
Aukin meðvitund hefur orðið á undanförnum árum um nauðsyn trefja og trefjaríkra matvæla. Enda hafa rannsóknir sýnt fram á gagnsemi þeirra í baráttunni við ýmsa kvilla og sjúkdóma eins og meltingartruflarnir, kransæðasjúkdóma og sykursýki svo fáeinir séu nefndir.
Trefjar innihalda sömu frumefni og sykur og raðast upp í langar keðjur. Þær finnast víða í ómeðhöndluðum matvælum úr jurtaríkinu eins og ávöxtum, grænmeti, baunum, fræjum, hnetum og heilkorni. Auk þess hafa erlendar rannsóknir sýnt að neysla á trefjaríkri fæðu dregur verulega úr líkum á offitu sem er eitt af alvarlegustu heilbrigðisvandamálum 21. aldarinnar.

b_225_0_16777215_00_images_stories_cw110230_isam_myllan_lifskorn_luxusbraud_destkif_10102011_client2.jpg

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.