logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Heilhveiti er trefjarík fæða Mikil vakning hefur átt sér stað undanfarið um nauðsyn trefja fyrir heilsu mannsins. Hver næringarfræðingurinn á fætur öðrum hefur stigið fram og undirstrikað mikilvægi þeirra og hvatt til vitundarvakningar um nauðsyn trefja í fæðunni. Náttúrulækningamenn hafa haldið þessum sjónarmiðum á lofti áratugum saman og barist fyrir því að fá viðurkenningu læknavísindanna á nauðsyn trefja.

 


Nú er mikilvægi trefja almennt viðurkennt og sú spenna sem fyrr ríkti á milli lækna og náttúrulækningamanna liðin undir lok. Nú til dags er gagnsemi trefja almennt viðurkennd í baráttu við ýmsa sjúkdóma og kvilla eins og meltingartruflanir, hægðatregðu, gyllinæð, æðahnúta, þindarslit, gallsteina, hátt kólesteról, æðakölkun, kransæðasjúkdóma og sykursýki eins og Ævar Jóhannesson hefur bent á í grein sinni.

Hvað eru trefjar?

Trefjar eru úr sömu frumefnum og sykur sem raðast upp í langar keðjur. Þær finnast í mörgum ómeðhöndluðum matvælum úr jurtaríkinu eins og ávöxtum, grænmeti, baunum, fræjum, hnetum og heilkorni eins og fram kemur í grein Ævars. Meltingarfæri manna geta yfirleitt ekki klofið trefjarnar í frumparta sína og því berast þær ómeltar gegnum meltingarveginn. Þess vegna töldu vísindamenn að líkaminn hefði ekkert gagn af trefjum og þær því ónauðsynlegar í fæðu manna. En nútímavísindi hafa hrakið slíkar bábiljur líkt og Ævar bendir á.

Trefjar bæta heilsuna

Rannsóknir hafa sýnt að neysla á trefjaríku fæði stórminnkar líkurnar á offitu. Trefjarnar draga nefnilega í sig vatn og við það bólgna þær út í meltingarfærunum. Við það myndar líkaminn mettunartilfinningu. Yfirleitt tekur líka lengri tíma að innbyrða trefjaríka fæðu en trefjasnauða og því fá meltingarfærin æskilegan tíma til að framleiða meltingarsafa og taka á móti fæðunni á þann hátt sem þeim var ætlað, eins og Ævar nefnir í grein sinni. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að þeir einstaklingar sem þjást af offitu léttust töluvert við það eitt að auka trefjaneyslu og bæta trefjum í fæði sitt. Til þess að ná besta mögulega árangri er æskilegt að stilla í hóf neyslu á sykri og fitu. Sé það gert og borði menn samviskusamlega trefjaríka fæðu eru miklar líkur á því að heilsufarið batni til muna.


Heimild: Ævar Jóhannesson (1982). „Trefjar eru ómissandi.“

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.