logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

HeilkornSamkvæmt Lýðheilsustöð má finna fjölda nauðsynlegra næringarefni í heilkorni, svo sem vítamín og steinefni. Vörur úr heilu korni eins og rúgbrauð eða annað gróft brauð með heilkorni í eru því mikilvæg fyrir heilsuna.

Heilkorn samanstendur af klíði, fræhvítu og kími og  þar má finna trefjar, járn, kalíum, magnesíum, fólat, og andoxunarefni eins og E-vítamín og fenóla.

Samkvæmt Lýðheilsustöð hafa rannsóknir sýnt að heilkornavörur draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af gerð 2 og sumum tegundum krabbameina.
Þá má í heilkornavörum finna mikið magn trefja sem eru góðar fyrir meltinguna. Myllan sérmerki trefjaríkar vörur til að gera neytendum auðvelt að auka trefjainntöku. Mælst er til þess að neyta brauðs sem er með 5-6 g af trefjum í 100 g.

Bandaríska landbúnaðarráðuneytið mælir með að neytt sé 100 g eða meira af heilu korni á dag. Slík meðmæli eru tilkomin vegna þess að þegar korn er fínunnið fara bæði klíði og kím forgörðum.

Skiptu morgunkorninu út fyrir gróft brauð
Íslendingar kjósa í mörgum tilfellum að fá sér fljótlega máltíð á morgnana og grípa því til morgunkorns. Með því að skipta morgunkorninu út fyrir trefjaríkt heilkornabrauð næst meiri hollusta.
Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.