logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Trefjaríkara fæði og gróft brauð er góðri heilsu nauðsyn.Í morgunútvarpi Rásar tvö í 14. september var farið yfir kolvetnisumræðuna og Borghildur Sigurbergsdóttir næringarráðgjafi réð hlustendum heilt.

Ýmsir megrunarkúrar tröllríða samfélaginu og fólk segist jafnvel ekki borða brauð til að forðast kolvetni. Borghildur segir að þarna þurfi að skoða allavega tvennt, megrun eða meltingu. Fínunnið kolvetni dregur úr álagi á meltinguna en það þarf að skoða hvað er borðað í staðinn ef ætlunin er að tapa þyngd með því að sneiða frá orkuríku fínu kolvetni. Einstaklingur sem ætlar að taka heilsufar sitt í gegn þurfi að velja meira grænmeti og trefjaríkara fæði, ekki eingöngu fjarlægja kolvetni. Fólk ætti því að stefna á að borða grófara kolvetni og trefjaríkara að sögn Borghildar. Betra er að velja grófara kolvetni og gróf brauð er ein besta uppspretta þess sem í boði er hér á landi. Borghildur nefnir einnig að börn séu í vanda ef þau borða ekki brauð en Lýðheilsustöð hefur einnig bent á þann vanda þar sem íslensk börn neyta minni trefja en börn í nágrannalöndunum.
Að sögn Borghildar er íslenski kúrinn einnig mótsagnakenndur þar sem samkvæmt því eigi ekki að borða íslenskt brauð sem Íslendingar þarfnast hinsvegar, og er auðvitað íslenskt. Mikilvægi brauðs í íslenskri fæðu ræðst af miklu leyti af því hve trefjaríkt brauðið er.

Ein trefjarík brauðsneið fyrir svefninn, með góðum sopa af koffeinlausu tei, getur einnig verið góð leið til að festa betur svefn á kvöldin og stuðla að heilbrigðri meltingu og góðri heilsu. Þannig er hægt að slá tvær flugur í einu höggi.

Við bendum á að Myllan sérmerkir trefjaríkar vörur svo neytendur eigi auðveldara með að velja brauðmeti við hæfi. Heilsustefna Myllunnar getur einnig gefið góðar leiðbeiningar.

Hlustið nánar hér til að heyra ráðgjöf Borghildar næringarráðgjafa.
Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.