logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Meðalhófið er gott.Fyrir skömmu fór í gang  umræða um nýjan megrunarkúr sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur gefið nafnið íslenski kúrinn.  Eflaust hafa skrif Sigmundar Davíðs á bloggsíðu sína verið sett fram í léttu gríni en óhætt er að segja að þessi skrif hafi fengið óvænt flug á netmiðlum og margir gripið þau á lofti sem von í endalausri baráttu við aukakílóin.  
Það sem eflaust gefur meintum megrunarkúr aukið vægi í augum lesenda er að vitnað er í meltingarlækinn Sigurjón Vilbergsson sem setur fram vægast sagt undarlegar fullyrðingar um hvað beri að varast ef maður segir fitupúkanum stríð á hendur.  Þar ber þó hæst að auk sykraðra mjólkurvara skuli hann útiloka brauð og kornvörur, eða eins og fyrirsagnir herma ,,Helvítis brauðið gerir okkur feit“.
Til langs tíma hefur því verið haldið á lofti af ýmsum aðilum að kolvetni og þar af leiðandi brauð séu fitandi og skuli  forðast eins og heitan eldinn.  Þessi umræða hefur gengið í bylgjum síðustu ár og hefur maður ósjaldan heyrt vini og félaga segja þegar strekkist á beltisólinni:  Jæja, nú verð ég að fara að hætta að borða brauð!  Þetta hefur ávallt vakið hjá mér mikla furðu þar sem þetta á við engin rök að styðjast og gengur þvert á ráðleggingar um mataræði. 

Íslendingar neyta minni trefja en eru samt feitari
Ég hef oft  leitt hugann að því hvort þessar stanslausu upphrópanir séu ástæða þess að trefjaneysla Íslendinga hefur alla tíð verið of lítil og gengur illa að ná henni upp þrátt fyrir ráðleggingar lýðheilsufræðinga um mikilvægi trefjaneyslu, sér í lagi úr grófu korni.  Ekki vantar úrvalið af trefjaríkum brauðvörum í hillum verslana. Trefjaríkum brauðvörum sem þar að auki eru íslenskar.  Margar rannsóknir, stórar sem smáar hafa sýnt fram á að aukin trefjaneysla veitir neytendum margvíslegan ávinning og getur meðal annars verið vopn í baráttunni við aukakílóin.  Trefjaneysla er líka  mikilvægur þáttur í því að halda meltingunni í góðu lagi, sem fær mann til þess að undrast ráðleggingar meltingarlæknisins enn frekar. 

Oft fer lítið fyrir því að talað sé um hreyfingu og orkujafnvægi í umfjöllun um megrunarkúra sem eru í gangi hverju sinni.  En staðreyndin er sú að þeir sem ná viðvarandi árangri eru þeir sem draga úr neyslu á fitu og auka hlutfall kolvetna í mataræði , borða reglulega, borða allt (bara minna), stunda reglulega hreyfingu og passa upp á að neyta ekki fleiri hitaeininga en líkaminn brennir. 
Það þarf semsagt að hafa fyrir hlutunum og gefa sér tíma til þess að rækta líkamann.  Að finna sér hreyfingu við hæfi og stunda hana reglulega getur veitt ómælda ánægju og hvíld frá öllu því sem veldur okkur streitu í daglegu lífi.

Þá má einnig setja spurningarmerki við hverslags íslenskur megrunarkúr það er þar sem sneytt er framhjá íslensku brauði eða ætlar formaður Framsóknarflokksins virkilega bara að borða sumar íslenskar vörur en ekki aðrar.
Það er einlæg von mín að tímar megrunarkúranna séu senn  að líða undir lok og fólk átti sig á því að fjölbreytt fæða, hreyfing og nægjusemi er grundvöllur heilbrigðs lífernis. Meðalhófið er hvað þetta varðar gott. Líka þegar maður veifar skoðunum sínum. Það má hafa það hugfast að sennilega er lítið samband á milli meðalhófs og skyndilausna.

Þeir leita helst skyndilausnanna sem ekki hafa stundað meðalhófið.

Iðunn Geirsdóttir
Matvælafræðingur Myllunnar.
Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.