logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Prófaðu heilsusamlegt Minna mál Ágústu Johnson.Kolvetni eru okkur nauðsynleg. Það má segja að undanfarin ár hafi verið rekin herferð gegn kolvetnum innan vissra hópa og það hefur komist í tísku, ef þannig má að orði komast, að sleppa kolvetnum ef ætlunin er að grennast.

Slíkir kolvetnalausir kúrar falla þó í flokk skyndilausna þegar kemur að því að grennast og gera einungis tímabundið gagn. Eins og margoft hefur verið talað um þá eru kolvetni líkamanum nauðsynleg og það eina sem þarf að gæta að varðandi kolvetnin þegar fylgja á hollu línunni er að velja réttu kolvetnin.
Það eru til einföld kolvetni og það eru til flókin kolvetni. Einföld kolvetni valda meiri sveiflum á blóðsykrinum sem getur leitt til löngunar í feitan mat og þar af leiðandi fitusöfnunar. Flókin kolvetni hafa aftur á móti þau áhrif að jafna blóðsykursveiflur og sjá líkamanum fyrir hollri orku sem endist. Aðalorkuefni líkamans eru kolvetni, fita og prótein, og ef einu þeirra er sleppt myndast ójafnvægi sem getur leitt til ýmissa óþæginda.

Það er því alls ekki ástæða til að sleppa kolvetnum, heldur um að gera að velja gróft og ljúffengt brauðmeti til að sjá líkamanum fyrir skynsamlegustu orkunni.

Myllusamlokubrauðin uppfylla ströngustu hollustukröfur, enda framleidd með Heilsustefnu Myllunnar að leiðarljósi. Fittý, Orkubrauð, Speltbrauð, Eyrarbrauð eru öll stútfull af næringarefnum sem virka eins og ofureldsneyti fyrir líkamann. Þá má heldur ekki gleyma vörulínunni Minna mál Ágústu Johnson en þar má finna gott úrval afar heilsusamlegrar vöru sem hefur engan viðbættan sykur eða feiti. Þú myndir ekki fylla bílinn með hverju sem er, er það? Líkaminn á sömu umhyggju skilið og því leggur Myllan metnað sinn í að framleiða heilsusamlegar bökunarvörur fyrir hrausta Íslendinga.
Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.