logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Fáðu þér ávaxtaköku með Myllu makkarónukökum í tilefni veðurblíðunnarSumardagurinn fyrsti var á fimmtudaginn 21. apríl og bar hann upp á sama dag og skírdag í ár. Sumardagurinn fyrsti er fyrsti dagur Hörpu samkvæmt gamla norræna tímatalinu, og Harpa er þar jafnframt fyrsti sumarmánuðurinn af sex.

Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl og er því alltaf á tímabilinu frá 19.-25. apríl.
Samkvæmt íslenskri þjóðtrú boðar það gott sumar ef sumar og vetur frjósa saman, það er, ef það frystir aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Það gerðist svo sannarlega í síðustu viku og nú lítur út fyrir að eitthvað rætist úr veðrinu á næstu dögum. Um allt land á að vera rjómablíða um og eftir næstu helgi og nú þegar hefur hitastigið lagast. Það má því segja að sumarið sé alveg að koma, ef það er bara ekki þegar komið.

Í tilefni af tilvonandi veðurblíðu bjóðum við hér upp á uppskrift að vinsælli frosinni ávaxtaköku; ávextir til að minna á sumarið og frostið svo að sumarið verði gott!

Frosin ávaxtakaka

Hráefni:
100 g Myllu makkarónukökur
1 1/2 dl appelsínusafi eða líkjör
1 appelsína
2 epli
3 litlir bananar
100 g suðusúkkulaði
100 g döðlur
50 g hnetur
2-3 kívíávextir

Aðferð:
Myljið makkarónukökurnar og látið á fat eða í mót sem þolir frost. Hellið appelsínusafa eða líkjör yfir kökurnar. Afhýðið appelsínur, epli og banana og skerið í bita. Saxið súkkulaði, döðlur og hnetur. Blandið öllu saman og dreifið yfir makkarónukökurnar. Setjið álpappír yfir og frystið í að minnsta kosti 12 tíma. Takið fatið úr frysti 2 tímum áður en kakan er borin fram. Skerið kívíávextina niður og skreytið kökuna með því.
Svo má að sjálfsögðu nota aðra ávexti, til að mynda hvers kyns ber eða mangó. Gott er að bera kökuna fram með rjóma.
Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.