logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Prófaðu naanbrauð með páskamáltíðinniPáskafríið er framundan og þá gera margir vel við sig í mat og drykk. Njóta samverunnar, slaka á og hafa það gott. Það er föst hefð hjá mörgum að elda lamb um páskana, enda prýðisgott hráefni sem býður upp á marga möguleika. Það má líka gerast ævintýragjarn og breyta til, nú eða nýta einhvern annan dag en páskadaginn sjálfan til að vera skapandi í eldhúsinu. Hvernig hljómar kóriander sítrónukjúklingur með saffran hrísgrjónum, mangó salati og naanbrauði, og gul páskakaka í eftirrétt? Við bjóðum til gulrar páskaveislu!
Sítrónu-kóríanderkjúklingur

Hráefni:
3 kjúklingabringur, skornar niður í bita
6 msk olía
5 hvílauksgeirar, saxaðir smátt
1 msk rifin engiferrót
4 msk vatn
1 búnt ferskt kóríander, hakkað smátt
1 grænn chili, saxaður smátt
¼ tsk cayenne pipar
2 tsk kúmínduft
1 tsk kóríanderduft
½ tsk túrmerik
1 ½ dl vatn
2 msk sítrónusafi

Aðferð:
•    Hitið olíuna á pönnu og brúnið kjúklinginn. Takið hann af með töng eða skeið og leggið til hliðar.
•    Setjið hvítlaukinn á sömu pönnu og bætið svo engifer og vatni út í þegar hann er orðinn brúnn. Steikið það í um 1 mínútu.
•    Bætið út í kóríander, chili, cayenne pipar, kúmíndufti, túrmerik og salti og blandið vel saman á pönnunni.
•    Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna, með öllum safa og bætið vatni og sítrónusafa út í.
•    Hrærið og látið svo malla undir loki á lágum hita þangað til kjúklingurinn er tilbúinn.


Saffran hrísgrjón
Hráefni:

Hrísgrjón
Nokkrir saffran þræðir
Kjúklingasoð
1 tsk túrmerik

Aðferð:
•    Setjið vatn í pott með kjúklingakrafti, saffran þráðum og túrmerik og látið suðuna koma upp.
•    Bætið grjónum í pottinn og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.

Mangó salat

Hráefni:
2 þroskaðir mangóávextir
1/4 rauðlaukur, skorin fínt
1/2 rauð paprika, skorin fínt
Safi úr einni límónu (lime)
Ferskt kóríander

Aðferð:
Skerið allt smátt og blandið saman við límónusafann.
Berið máltíðina fram með Myllunaanbrauði.

Í eftirrétt er gul páskakaka sem öll fjölskyldan getur dundað sér við að skreyta, enda talsvert föndur fólgið í fallegum marsipanungum!

Hráefni:
Hvítur Myllusvampbotn
100 g smjör (lint, við stofuhita)
1 eggjarauða (er hægt að sleppa og setja aðeins meira smjör í staðinn)
2.5 dl flórsykur
2 tsk vanilludropar
gulur matarlitur
Rjómi
Marsipan

Best er að föndra marsipanungana nokkru áður, jafnvel daginn áður því þeir taka tíma og það er skemmtileg stund út af fyrir sig að föndra þá. Það er um að gera að nota ímyndunaraflið og skreyta þá skemmtilega.

Aðferð:
•    Byrjið á að útbúa smjörkremið.
•    Þeytið saman smjöri og flórsykri þar til það verður létt og ljóst.
•    Hrærið eggjarauðunni saman við.
•    Bætið vanilludropum út í ásamt matarlit og hrærið vel saman í um það bil 2 mínútur.
•    Smyrjið kreminu á milli botnanna
•    Þeytið rjóma til að setja ofan á kökuna
•    Skreytið með marsipanungum eða öðru skrauti, ætu jafnt sem óætu. Það má jafnvel nota leikföng eins og Lego eða Playmo í skreytingarnar, en þá þarf að sjálfsögðu að gæta þess að enginn gerist of gráðugur!

Gleðilega páska!
Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.