logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Hráefni:
500 gr nautakjöt (Innralæri) skorið í litla teninga
400 gr kartöflur
200 gr gulrætur
1 vænn laukur
1 rauð paprika
4 hvítlauksgeirar
2 tsk paprikuduft
2 dósir niðursoðnir tómatar
Olía
400 ml vatn
Salt og pipar
1 búnt söxuð steinselja
Kjötkraftur

Meðlæti: Sýrður rjómi og Mylluhvítlauksbrauð.

Aðferð:
Kjötið er skorið í teninga, brúnað á pönnu með kryddi og sett í pott með vatninu og kjötkrafti. Niðursoðnir tómatar eru bútaðir niður og bætt út í pottinn. Látið suðuna koma upp og látið malla á lágum hita.
Laukur, gulrætur og paprika eru skorin frekar smátt, brúnað á pönnu og bætt í pottinn.
Hvítlaukur saxaður smátt og bætt út í.
Látið sjóða á lágum hita í um það bil klukkustund eða þangað til kjötið er orðið meyrt undir tönn.
Á meðan kjötið mallar eru kartöflurnar afhýddar, skornar í teninga og soðnar í léttsöltu vatni í 10-15 mínútur. Vatninu hellt af.
Hvítlauksbrauðið hitað í ofni eftir leiðbeiningum á pakka.
Þegar kjötið er tilbúið er kartöflunum bætt út í pottinn.
Steinselju stráð yfir og borið fram með sýrðum rjóma og Mylluhvítlauksbrauði.

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.