logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Það er mjög einfalt að gera þessa sósu en hún er svo margfalt betri en tilbúnar sósur. Prófið!


Hráefni:
1 dós heilir tómatar
1 dós tómatpúrra
2- 4 hvítlauksrif
Svartur pipar
Salt
Oregano


Aðferð:
Sigtið vökvann frá tómötunum svo sósan verði ekki of blaut. Setjið svo allt hráefnið í skál og maukið saman með töfrasprota. Tilbúið! Svo má krydda eftir smekk, sumir vilja alls ekki oregano á meðan öðrum finnst það ómissandi. Það er um að gera að búa til sína eigin Bestu pizzasósu.

Hugmyndir að pizzaáleggi:

Ein hefðbundin: Skinka, gráðaostur, sveppir, hvítlaukur.

Mexíkósk: Kjúklingur, maískorn, jalapenos og nachos.

Grísk: Fetaostur, kirsuberjatómatar, rauðlaukur og ólífur.

Ein í eftirrétt: Stráið kanil á botninn, setjið vel þroskaðar perur, gráðaost og valhnetur ofan á og bakið þangað til osturinn bráðnar. Það er ekki verra að setja smá síróp eða eitthvað sætt yfir í lokin.

 

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.