logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Prótein gegna margvíslegu og veigamiklu hlutverki í líkamanum.  Prótein eru orkugjafar og gefa um 4 hitaeiningar á hvert gramm sem neytt er.  Prótein eru samsett úr 20 amínósýrum og eru 8 þeirra lífsnauðsynlegar.  Amínósýrur eru nauðsynlegar til að byggja upp og endurnýja vefi líkamans (svo sem vöðva) og til að mynda ýmis lífsnauðsynleg efni, s.s. hormón, ensím og mótefni.

Hæfilegt er talið að prótein veiti 10-20% heildarorku (E%) en ráðleggingar fyrir hópa fólks miðast að 15% orkunnar komi frá próteinum.

Til þess að tryggja nægilegt magn próteina þurfa þeir, sem borða lítið, t.d. ef þeir eru að grenna sig, að borða hlutfallslega meira magn próteina á kostnað annarra orkuefna. 

Prótein í fæði Íslendinga er þó almennt mjög ríflegt, eða um 18% orkunnar.  Mest prótein fæst úr fiski, kjöti, mjólkurmat og eggjum en kornmatur, baunir og ertur innihalda einnig talsvert magn af próteini.

 

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.