logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Veljið réttu kolvetninVeljið góð kolvetni en sleppið þeim alls ekki. Þessi skilaboð berast frá flestum þeim sem láta sig heilsusamlegt líferni varða. Eftir bylgju hollráða fyrir nokkrum árum um að kolvetni væru óholl og fitandi er sá misskilningur ansi lífseigur.
Kolvetni eru nefnilega ekki bara kolvetni. Það þarf að kunna að velja þau réttu. Það eru til einföld kolvetni og flókin og það eru þau einföldu sem fólk ætti að varast. Flókin kolvetni eins og þau sem finnast til að mynda í grófu brauði eru afar holl og hjálpa til við að jafna blóðsykur og koma þannig í veg fyrir að grípa þurfi í óhollustuna.

 

Á vefsíðu sem Harvard School of Public Health heldur úti má finna ýmsan fróðleik um mataræði og heilsusamlegt líferni, þar á meðal greinar um gæði kolvetnis og kosti neyslu þeirra.
Þar segir að fólk eigi ekki að láta blekkjast af hraðsoðnum megrunarkúrum sem útlisti hættur kolvetnaneyslu. Kolvetni sjái líkamanum fyrir því eldsneyti sem hann þurfi fyrir eðlilega líkamsstarfsemi og þol. Kolvetni séu mikilvægur hluti heilnæms mataræðis. Sum kolvetni séu þó mun betri en önnur.

 

Bestu uppsprettur kolvetnis eins og gróft korn, grænmeti, ávextir og baunir, sjái líkamanum fyrir vítamínum, steinefnum, trefjum, og fjölda mikilvægra plöntuefna. Auðmeltanleg kolvetni úr til að mynda hvítu hveiti, hvítum hrísgrjónum og gosdrykkjum geti aftur á móti leitt til þyngdaraukningar, komið í veg fyrir þyngdartap og aukið líkurnar á sykursýki og hjartasjúkdómum.
Þetta er nokkuð sem Myllan hefur hugfast við þróun á nýju og hollu brauðmeti, og er Heilsustefnunni fylgt samviskusamlega eftir hvar sem hægt er að koma því við. Speltbrauð, Orkubrauð og Eyrarbrauð eru allt afurðir þeirrar stefnu og góðir kostir til að hlaða rafhlöðurnar.

Hér í lokin eru fimm góð ráð til að gera flókin og holl kolvetni hluta af daglegu mataræði:

1. Hefjið daginn á máltíð sem inniheldur gróf kolvetni. í innihaldslýsingum er hráefni skráð eftir magni og því ætti gróft korn að koma í sem fyrst í upptalningunni.
2. Borðið brauð úr grófu korni í hádegisverð og milli mála. Enn og aftur hjálpar innihaldslýsingin og best er að innihaldið sé sem minnst unnið.
3. Kartöflur eru vinsælt meðlæti enda bæði bragðgóðar og hollar. Það er þó um að gera að breyta til og til að fá meira af góðum kolvetnum er gott að skipta kartöflunum út fyrir hýðishrísgrjón, búlgur, heilhveitipasta eða aðrar heilkornaafurðir.
4. Neytið frekar ávaxta en ávaxtasafa. Það eru tvisvar sinnum meiri trefjar og helmingi minna af sykri í appelsínu en í glasi af appelsínusafa.
5. Borðið baunir. Baunir eru frábær uppspretta hægmeltra kolvetna og próteins.

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.