logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

b_225_0_16777215_00_images_stories_frettir_thanksgiving-turkey-1108-lg-44698850.jpgFyllinguna er hentugt að gera daginn áður. Það gerir hana bragðmeiri og minnkar tímann í eldhúsinu veisludaginn sjálfan.

Hráefni:
Smjör
1 laukur
250 g gulrætur
2 epli
50 g sveskjur
6-8 sneiðar af grófu samlokubrauði
3-4 hvítlauksrif
Handfylli af pecan- eða valhnetum
2-3 dl kjúklingasoð (eða soð af innmatnum úr kalkúninum)
½-1 tsk salvía
½-1 tsk oregano
Svartur pipar
Salt

Aðferð:
Leggið sveskjurnar í bleyti í kalt vatn. Skerið laukinn niður og steikið hann í smjöri í stórum potti þar til hann er orðinn mjúkur. Skerið skorpuna af brauðinu og skerið svo sneiðarnar í litla teninga. Kjarnhreinsið eplin og afhýðið og skerið í litla bita.

Bætið eplunum út í pottinn og steikið áfram í stutta stund. bætið svo brauðinu út í pottinn. Rífið gulræturnar niður með grófu rifjárni og skerið hvítlaukinn smátt. Takið sveskjurnar úr bleyti, saxið smátt og setjið í pottinn. Bætið grænmetinu í pottinn með söxuðum hnetum, soði og kryddi. Blandið vel saman og látið kólna.

Það gæti þurft að bæta við soði ef fyllingin er of þurr. Þegar fyllingin er sett í kalkúninn þarf að passa að troðfylla hann ekki því fyllingin gæti þanist aðeins út við steikingu.

 

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.