logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

b_225_0_16777215_00_images_stories_frettir_smorrebr.gifSmurbrauð með kjúklingabringu og tómötum
Smyrjið rúgbrauðið með smjöri og sterku sinnepi. Setjið kjúklinginn á brauðið og súrsaðar gúrkur og sólþurrkaða tómata þarnæst. Þessi er góð með kotasælu.


Smurbrauð með rækjum
Rúgbrauðssneiðar smurðar með smjöri. Salatblað lagt ofan á og rækjurnar ofan á salatið. Sprautið svo majonestoppi ofan á rækjurnar og leggið sítrónubát ofan á.


Smurbrauð með reyktum laxi og hrærðu eggi
Byrjið á að búa til eggjahræru, jafnvel með púrrulauk eða einhverju skemmtilegu kryddi. Smyrjið brauðsneiðarnar með smjöri, setjið skammt af eggjahræru ofan á og svo laxasneiðar ofan á eggin. Skreytið með fersku kryddi.


Smurbrauð með roast beef
Þessa ættu flestir að kannast við. Smyrjið rúgbrauðið með smjöri, setjið roast beef sneiðar ofan á og svo remúlaði og steiktan lauk á kjötið. Skreytið með súrsuðum gúrkum.

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.