logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

split_red_peasHráefni:
1 msk kókosolía
1 laukur
3-4 hvítlauksrif
2 litlar eða 1 stór sæt kartafla
1 rauð paprika
1 tsk karrí (helst sterkt)
1 tsk túrmerik
Pipar
1 tsk salt
1 bolli rauðar linsubaunir
1 ½ lítri vatn
2 msk grænmetiskraftur
1 lítil dós kókosmjólk
Rifið ferskt engifer eftir smekk

Aðferð:
Hitið kókosolíuna í potti og steikið í henni niðursneiddan laukinn þar til hann er orðinn gullinn. Bætið hvítlauk og kryddi út í og hrærið vel. Bætið því næst vatni og grænmetiskrafti í pottinn og svo öllu grænmetinu, niðurskornu. Baunirnar fara líka út í og svo er suðan látin koma upp. Lokið pottinum og leyfið súpunni að malla í 15 mínútur. Maukið þá súpuna með töfrasprota eða í blandara og bætið svo kókosmjólkinni saman við. Berið fram með góðu grófu brauði.

 

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.