logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

b_225_0_16777215_00_images_stories_frettir_frenchonion_soup_cooked.jpgHráefni:
4 laukar (ca 300 g)
2 msk smjör
2 msk ólífuolía
2 ½ msk hveiti
1 ½ lítri kjötsoð
1 tsk salt
1 tsk pipar
4 fransbrauðsneiðar
50 g ostur, gruyére eða emmentaler eru sérstaklega góðir

Aðferð:
Skerið laukinn í sneiðar og steikið upp úr smjörinu við vægan hita þangað til hann er orðinn mjúkur og gullinn. Hrærið reglulega í og passið að laukurinn brenni ekki við. Stráið hveitinu yfir laukinn og blandið saman við. Bætið þvínæst soðinu saman við, hrærið í og lækkið undir þegar suðan kemur upp. Látið malla undir loki í 20 mínútur. Bragbætið súpuna með salti og pipar. Hellið súpunni í skálar, leggið brauðsneið ofan á hverja skál og setjið rifinn ost ofan á brauðið. Setjið skálarnar í 250°c heitan ofn og bakið í um það bil 10 mínútur, eða þangað til osturinn er bráðinn. Takið skálarnar varlega úr ofninum og berið á borð.

 

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.