logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

frettir_trefjarikt250Desember er runninn upp í öllu sínu veldi. Yndislegur tími sem gengur út á eftirvæntingu, gleði og samveru. Fjölskyldur hittast og baka, fyrirtæki bjóða starfsfólki upp á eitthvað gott með kaffinu og öll jólahlaðborðin svigna undan kræsingunum sem njóta á saman.

Þessi tími er gefandi en það verður að viðurkennast að hollustan vill stundum gleymast þegar sífellt er verið að neyta og njóta. Allt er best í hófi heyrðist einhvern tíma sagt og það á sérstaklega við í desembermánuði. Það er um að gera að baka smákökur og njóta þeirra saman, og gera vel við sig í mat og drykk, svo lengi sem einnig er gætt að hollustunni.

Það er engin lygi að góður og hollur morgunmatur er grunnurinn að góðum degi. Ef þess er gætt að borða alltaf gróft og trefjaríkt brauð og ávexti í morgunmat, þá er ólíklegra að farið sé yfir strikið í óhollustunni yfir daginn.

Það hefur verið takmark Myllunnar að auka markvisst úrval og fjölbreytni í trefjaríkum vörum, enda hafa rannsóknir sýnt að Íslendingar borða ekki nóg af fæðutrefjum. Fittý brauð, Speltbrauð og Eyrarbrauð eru sérstaklega holl og trefjarík og tilvalin til að hefja daginn rétt.

Með hollustu að heiman að morgni er líkaminn betur undir það búinn að takast á við daginn og það sem telst miður hollt. Það er allt í lagi að leyfa sér ýmislegt ef grunnurinn er góður. Njótum aðventunnar með grófu og trefjaríku Myllubrauði.

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.