logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

1621_KornflexMarensbotn

Þennan gómsæta marengsdraum má hrista fram úr erminni með litlum fyrirvara.

Hráefni:
1 stk Myllu kornflexmarengs
1/2 L rjómi
1 lítil dós vanilluskyr
Fersk jarðarber
Fersk bláber
Hlynsíróp

Aðferð:
Brjótið marengsinn í grófa bita og leggið í botninn á skál eða eldföstu móti.
Léttþeytið rjómann og blandið síðan vanilluskyrinu saman við og hellið blöndunni yfir marengsinn. 
Að lokum eru berinn sett ofan á. 

Gott er að bera fram með hlynsírópi.

Best er að laga réttinn stuttu fyrir neyslu því annars bráðnar marengsinn í rjómablöndunni. 

Svo er um að gera að prófa sig áfram,  t.d. að nota Myllu kókosmarengs og ber og ávexti að eigin vali.

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.