logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Fullkomlega ristað brauðAð rista brauð getur verið mikil list og skiptir suma verulegu máli. Flestir hafa einhvern tímann lent í því á ævinni að fussa og sveia yfir brauðrist sem annað hvort er alltof lengi að rista brauðið eða ristar það illa. Það eru meira að segja til kaffistaðir sem leggja sig fram við það að skera samlokubrauðið þykkt og rista eftir listarinnar kúnstum. Þannig helst brauðsneiðin mjúk að innan en mátulega gullin að utan sem er kjörið svo fersk smjörklípan dreifist vel yfir brauðsneiðina þegar hún er smurð.

Af þessu leiðir að það er ekki sérlega einfalt mál að kaupa sér brauðrist, í það minnsta ekki ef viðkomandi leggur metnað í að rista sér brauð. Það sem meira er, það er jafnvel hægt að flækja það einfalda verk að smyrja ristaða brauðsneið en Myllan reynir því hér með að leiðbeina unnendum Heimilisbrauðsins og samlokubrauða Myllunnar eins og hægt er.En hvað skyldi nú skipta máli þegar á að rista brauð?

Ristað brauð er flóknari afurð en margur gerir sér grein fyrir. Ekki aðeins breytist áferð brauðsneiðarinnar og litur heldur verða líka breytingar á brauðsneiðinni sjálfri því brauð sem ekki er lengur ferskt verður nánast eins og nýtt við ristun.

Til marks um mikilvægi ristað brauðs má nefna að vísindamenn í Háskólanum við Leeds í Bretlandi hafa á vegum Lurpak smjörframleiðandans rannsakað ristað brauð í þaula og eytt upphæð sem nemur næstum tveimur milljónum íslenskra króna til að kanna hvernig best er að rista brauð þannig að smjör dreifðist á það á þann hátt sem flestir kjósa.Formúla fyrir fullkomna ristaða brauðsneið frá Lurpak smjörframleiðandanum.

Gengu vísindamennirnir svo langt að útbúa jöfnu yfir það hvernig ætti að rista brauðið en markmiðið er að smjörið bráðni að hluta til á brauðsneiðinni en einnig eiga að finnast þéttari blettir á brauðsneiðinni með óbráðnuðu smjöri. Vísindamennirnir komust að því að nauðsynlegt væri að smjörið kæmi beint úr ísskápnum og væri þá um það bil fimm gráðu heitt. Næst þarf svo að hita brauðsneiðina í að minnsta kosti 120 gráður og svo á að smyrja brauðsneiðina á innan við tveimur mínútum eftir að hún kemur úr brauðristinni. Já, og þykkt smjörsins á að vera einn sautjándi hluti af þykkt brauðsins. Einfalt, ekki satt?

Hvernig brauðrist?
Þá er bara einni spurningu ósvarað og það er hvernig brauðrist á að nota. Heill frumskógur brauðrista er til og margar nýstárlegar lausnir fáanlegar sem allar hafa mismunandi áherslur. Ýmist er lögð áhersla á fjölhæfa notkunarmöguleika, útlit, endingu eða afl en nokkrir framleiðendur brauðrista hafa komið með alveg nýjar hugmyndir um hvernig best er að rista brauð.

Raftækjaframleiðandinn John Lewis framleiðir til að mynda tölvustýrða brauðrist sem notar skynjara til að meta hvenær brauðið er rétt ristað og rafknúin mótor til að lyfta brauðinu varlega upp úr brauðristinni. Morphy Richards fer öllu hefðbundnari leið en þó er skemmtilegt stílbragð á vélinni falið í nokkrum bláum ljósdíóðum sem gefa til kynna hve langur tími er eftir af ristuninni.

Dualit og KitchenAid framleiða brauðristar sem eru hinsvegar algjörlega sígildar og glæsilegar útlits þar sem áherslan er fyrst og fremst á endingu fremur en prjál. Þær henta vel þeim sem vilja eina brauðrist fyrir ævina og þeim sem sætta sig við hefðbundnar aðferðir við ristun brauðsins.

Russell Hobbs framleiðir eina frumlegustu brauðristina sem til er enda er hún að miklu leiti úr stáli og gleri. Hún ristar þó brauðið á hefðbundin hátt.

Toppurinn á tilverunni gæti þó verið fólgin í því að fjárfesta í Magimix brauðrist en hún er gegnsæ og því er leikur einn að sjá hvenær brauðsneiðarnar eru orðnar mátulega gullnar.

Þá er ekkert því til fyrirstöðu að byrja að reikna út einn sautjánda hluta af smjöri á hina fullkomnu brauðsneið og alsælan í heimi ristaðs brauðs ætti þá að vera á næsta leiti.

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.