logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Í suðrænum sætsúpu uppskriftum eru stundum notaðar makkarónur.Íslenskar matarvenjur hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu sem sennilega er ekki svo undarlegt eftir drjúgan tíma undir áhrifum alþjóðavæðingar og útrásar. Tímarnir hafa hinsvegar breyst og Íslendingar sækja nú í meira mæli innblástur í eigin menningu, hvort sem um er að ræða tísku, listir eða matargerð. Við sjáum vísbendingar um þetta nánast á hverjum degi - íslenskt mannlíf og menning blómstrar.

Ein íslensk hefð sem gaman væri að sjá upphafna á ný tíðkaðist mikið fyrir fáeinum áratugum. Það er súpuhefðin með kvöldmatnum. Það þarf ekki að leita lengra aftur en til áttunda áratugarins til að sjá að súpur með kvöldmatnum voru þá enn algengar. Þá var það algengur siður að bjóða upp á kakósúpu eða ávaxtasúpu með kvöldmatnum eða jafnvel ávaxtagraut. Iðulega voru svo tvíbökur brotnar yfir súpuna og úr þessu varð bragðgóður réttur sem um margt minnti á eftirrétt þó hann væri í raun mun matarmeiri.

Keimlíkir réttir eru til á meginlandinu í suðrænni löndum. Þar er í staðinn fyrir tvíbökur notaðar makkarónur eins og þær sem Myllan framleiðir því þær henta afar vel ofan á sætar súpur, þá auðvitað sérstaklega á hverskonar grauta og ávaxtasúpur og jafnvel gætu makkarónur komið vel út með kakósúpunni sívinsælu.

Fyrir þá sem vilja tryggja sér fyrsta flokks íslenskt hráefni má einnig benda á að berjatímabilið er framundan og þá fer fólk út um hvippinn og hvappinn til að týna bláber og krækiber sem ýmist eru borðuð fersk, sultuð eða jafnvel notuð í saft eða súpur.

Einnig eru pólskar uppskriftir í ætt við rétti eins og ávaxtasúpuna Marak Perot, þar sem ávextir eru soðnir upp í súpu eða graut. Makkarónurnar fara einstaklega vel með þessum réttum og tíðkast víða að mylja þær ofan á ávaxtasúpur af þessum meiði.

Makkarónur á franska vísu
Myllu makkarónurnar gætu þannig auðveldlega átt sér vísan stað í íslenskri sætsúpugerð og þannig sótt innblástur í uppruna sinn sem sennilegast er franskur eða ítalskur.

Á Ítalíu eða í Frakklandi eru makkarónur litlar kökur sem eru eins og þær makkarónur sem við þekkjum hér á landi frá Myllunni. Þó eru þær með mismiklu magni af muldum möndlum og iðulega fagurlega litaðar. Myllu makkarónurnar sverja sig því í ætt við hinar suðrænni systur sínar enda innihalda þær einnig möndlur og apríkósukjarna sem eru keimlíkir möndlunum á bragðið.

Talið er að heiti makkarónunnar sé dregið af orðinu ammacare sem þýðir að mylja eða mala. Makkarónurnar sem Myllan framleiðir eru sígildar, harðar að utan og mýkri að innan og tilvaldar fyrir skemmtilega rétti og einmitt unnar úr samskonar hráefni og suður-evrópsku tilbrigðin.

Í ljósi uppruna makkarónanna mætti huga að því að setja fyllingu á milli makkarónuskeljanna. Ítalskar og franskar makkarónur innihalda stundum jarðaber, hindber, sítrónur, kókós eða jafnvel sultu og hið sama mætti gera við makkarónur Myllunnar. Heimatilbúin sulta gæti verið kjörin á milli þeirra en einnig mætti nota fyllingu sem búin er til úr berjum, þeyttum rjóma og örlitlu hunangi.

Algengasta fyllingin til að setja á milli makkarónanna er hinsvegar frönsk súkkulaði „ganache" fylling sem er afar ljúffeng og fullkomin með sígildum makkarónum.

Frönsk súkkulaði „ganache" fylling:

250 dökkt súkkulaði

235 millilítrar rjómi

15 millilítrar dökkt romm (má sleppa)

Aðferð:

Saxið súkkulaðið og setjið í miðlungsstóra skál. Hitið rjómann í litlum potti við meðal hita og fylgist með þangað til suðan kemur upp. Ekki líta af pottinum því rjóminn sýður auðveldlega upp úr pottinum á skömmum tíma ef ekki er fylgst vel með suðunni. Þegar suðan er komin upp á rjómanum, hellið þá rjómanum yfir saxað súkkulaðið.
Hrærið í blöndunni þangað til hún jafnar sig út og bætið romminu út í ef vilji stendur til þess að hafa það með.
Leyfið blöndunni svo að kólna en þegar hún er orðin köld má þeyta blönduna með písk og ná fram loftmikilli fyllingu sem er gómsæt á milli makkarónanna.

Þannig fæst prýðilegur eftirréttur sem er þrátt fyrir allt alþjóðlegur en úr íslenskum vörum - og fullkomlega sígildur.

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.