logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Það er ótrúlega einfalt að laga dýrindis brauðteninga í salatið eða súpuna.  Brauðteninga má laga úr hvaða brauði sem er.  Flestir þekkja brauðteninga úr hvítu brauði en gróft brauð er alls ekki síðra og gaman getur verið að blanda fínu og grófu brauði saman. 
Algjör óþarfi er að henda endum af brauði, afskorinni skorpu eða brauði sem er komið á síðasta snúning, heldur skella því í frystinn þannig að það sé alltaf til taks þegar gera á brauðteninga.
Hráefni:
Sneiðar af fersku brauði eða afgangar úr frysti.
Ólífuolía
Salt
Pipar
Ítalskt Pastakrydd frá Pottagöldrum.
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C
Takið til brauð og skerið í hæfilega bita og setjið í skál eða plastpoka.
Hellið ólífuolíu yfir brauðteningana, kryddið og blandið vel saman þannig að olían og kryddið dreifist vel yfir brauðið.
Raðið í einföldu lagi á bökunarplötu með bökunarpappír.
Bakið í ca. 10 mínútur eða þar til brauðið hefur fengið fallegan lit.
Gott er að hræra aðeins í bitunum þegar baksturstíminn er hálfnaður.
Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.