logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Deigið er hnoðað svo gerið taki við sér.Ger, sem er veigamikill hluti brauðbaksturs, er merkilegt fyrirbæri. Gerið er jú lifandi og er í raun örverur af sveppaætt. Til eru um 1500 tegundir, en gerið sem notað er til baksturs heitir á fræðimáli Saccharomyces cerevisiae. Það breytir sykri í deiginu í koltvísýring sem veldur því að deigið lyftir sér eða stækkar vegna þess að gasið fyllir loftrými í deiginu. Þegar brauðið er bakað, deyr gerið en loftrýmið verður að hluta til eftir og þannig verður brauðið svampkennt eða „létt". Ef notað er vatn sem kartöflur hafa soðið í, egg eða sykur í deigið, þenst það fyrr út. Salt, heitt vatn og fita hafa öfug áhrif. Sama ger og notað er í bakstur er notað til áfengisgerðar.

Það  er ekki vitað hvenær ger var fyrst notað til brauðbaksturs en elstu heimildir gefa til kynna að það hafi verið fornegyptar sem gerðu það. Sérfræðingar hafa getið sér til um að blanda vatns og hveitis hafi verið látin liggja í hita og náttúruleg gerjun hafi átt sér stað fyrir baksturinn. Niðurstaðan hafi orðið mun léttara brauð en vanalega.

Tvær tegundir gers eru yfirleitt notaðar til almennra nota, þurrger og pressuger. Pressuger er upprunalega formið en þar sem það hefur afar stuttan líftíma og þarf að geyma í kæli, er þurrgerið oft frekar notað í bakstur. Þurrgerið var þróað á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar til að einmitt komast hjá vandkvæðum sem bundin voru líftíma og geymsluþoli pressugersins. Hægt er að gera einfalt próf á geri til að athuga hvort það sé enn nothæft. Ef dálítið af gerinu er sett út í blöndu af vatni og sykri þá á gerið að bregðast við eftir nokkrar mínútur, eða freyða, ef það er enn lifandi.

Þegar ger er notað til brauðbaksturs er því blandað við hveiti, salt og volgt vatn eða mjólk. Deigið er hnoðað þar til það er orðið slétt og svo látið lyfta sér, jafnvel í tvöfalda upprunalega stærð. Stundum er deigið hnoðað aftur og látið lyfta sér tvisvar. Lengri hefunartími gefur betra bragð en þó má það ekki hefast of lengi ef það á að lyfta sér við baksturinn líka.

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.