logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Sólblómafræ eru rík af fjölómettuðum fitusýrumFræ af ýmsum toga eru gjarnan notuð við brauðgerð með það að markmiði að auka fjölbreytni hvað varðar bragð, útlit og áferð en ekki hvað síst næringareiginleika brauðsins.

Algengustu frætegundirnar sem notaðar eru við bakstur eru hörfræ, birkifræ, kúmen, sesamfræ og sólblómafræ en einnig hefur notkun graskersfræja aukist mjög síðari ár.

Fræ eru sérstaklega næringarrík en þau innihalda mikilvæg vítamín, stein- og snefilefni, svokölluð plöntuefni (lignan og plöntuestrógena) og hjartavænar olíur.

Þar sem sumar frætegundir eru mjög ríkar af olíum hækka þær gjarnan fituinnihald og þar af leiðandi hitaeingainnihald brauða. Ekki ætti að setja það fyrir sig við val á brauðum þar sem um er að ræða afar mikilvægar olíur fyrir heilbrigði líkamans, á borð við omega-3 fitusýrur (DHA) og aðrar ómettaðar og fjölómettaðar fitusýrur.


Næringareiginleikar eru nokkuð mismunandi á milli tegunda:

Hörfræ eru sérstaklega næringarrík Hörfræ eru sérstaklega næringarrík. Þau eru sú fæðutegund sem inniheldur hvað hæst hlutfall af lignanefnum. Þau innihalda hátt hlutfall af olíum og eru mjög rík af omega-3 fitusýrum. Einnig innihalda þau hátt hlutfall af mangan og trefjum. Einnig magnesíum, fólat, kopar, fosfó og B6.
Sólblómafræ eru rík af fjölómettuðum fitusýrum Sólblómafræ eru olíufræ sem eru afar rík af fjölómettuðum fitusýrum, E vítamíni og B1 en innihalda einnig mangan, magnesíum, kopar, tryptophan, selen, fosfó, B5, Fólat og plöntuefni.
Sesamfræ innihalda hjartavænar olíur Sesamfræ eru notuð ýmist með eða án hýðis. Þau innihalda hjartavænar olíur og eru rík af kopar og magnesíum en innihalda einnig tryptofan, kalk, magnesíum, fosfó, sínk, B1, trefjar og lignanefni.
Birkifræ innihalda kalk og trefjar Birkifræ eru ýmist notuð hvít eð blá. Fræin eru unnin úr ópíumvalmúa. Þau innihalda meðal annars kalk og trefjar.
Kúmenfræ eru trefjarík og innihalda járn Kúmen er mikill bragðgjafi. Það er trefjaríkt en inniheldur einnig járn.
Graskersfræ eru litrík og bragðmikil Graskersfræ eru litrík og bragðmikil fræ með keim af hnetu og sætu. Þau eru góð uppspretta af andoxunarefnum, omega-3 fitusýrum, magnesíum, mangan og fosfó, en veita einnig sínk, járn og prótein.

Fræ eru notuð í fjölmargar vörur frá Myllunni.  Má þar sem dæmi nefna gómsætar beyglur með fræjum, þar sem fræin gefa einstakt bragð við ristun, Myllu Fjölkornasamlokubrauð, Fitty og Orkubrauð, fjölmargar tegundir af rúgbrauðum, Minna mál Ágústu Johnson og svo mætti lengi telja.

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.