logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Rúgbrauði frá Myllunni er gott fyrir heilsunaÞað er ekki rík hefð fyrir neyslu á rúgbrauðum hér á landi. Árið 2003 kom út skýrsla þar sem kynntar voru samanburðar rannsóknir á því hversu algeng hollustan væri meðal Norðulanda- og Eystrasaltsþjóða. Ísland skar sig þar úr þegar litið var til neyslu á brauðum, þá sérstaklega rúgbrauðum og vorum við þar miklir eftirbátar. Hver svo sem ástæðan er þá er ljóst að aukin neysla á rúgbrauðum getur verið gott innlegg í heilsusamlegt líferni.

Áhrif á þyngdarstjórnun

Nýlega voru birtar niðurstöður rannsóknar í Nutrition Journal sem benda til þess að það að fá sér rúgbrauð í morgunmat geti verið sterkur leikur í baráttunni við aukakílóin. Þeir sem borðuðu rúgbrauð í morgunmat fundu fyrir minni hungurtilfinningu síðar um daginn miðað við þá sem borðuðu hveitibrauð og voru ólíklegri til þess að leggjast í ofát seinni part dags. Ekki er ljóst hvað veldur því að rúgbrauðin veita meiri seddutilfinningu en hveitibrauðin þar sem báðar tegundir sem prófaðar voru flokkuðust sem trefjaríkar. Leitt er líkum að því að þar sem trefjar úr rúgi hafa óvenju mikla vatnsbindieiginleika, veiti rúgbrauð meiri fyllingu í meltingarvegi.

Áhrif á sykursýki

Rannsókn sem birt var í American Journal of Clinical Nutrition sýndi að regluleg neysla á rúgbrauðum getur dregið úr tilfellum sykursýki af gerð 2. Rúgur virðist hafa góð áhrif á starfssemi svokallaðra beta frumna (frumur sem seyta insúlíni) og hjálpar þannig til við betri insúlín svörun. Áhrif rúgbrauða á seddutilfinningu getur einnig hjálpað sykursjúkum til við að borða minna og hafa þannig jákvæð áhrif á blóðsykursstjórnun.

Áhrif á hjartaheilsu

Rúgbrauð eru frábær uppspretta af svokölluðum vatnsleysanlegum trefjum sem hjálpa til við lækkun á styrk kólesteróls í blóði. Trefjainnihald rúgbrauða er mismunandi eftir tegundum en er þó að öllu jöfnu hátt og allt upp í 8 g í 100 g. Rúgbrauð eru einnig góð uppspretta magnesíums sem er mikilvægt fyrir stjórnun blóðþrýstings.

Vörn gegn krabbameinum?

Rúgur er góð uppspretta svokallaðra ligninefna eða fítóestógena sem hugsanlega geta varið brjóstvef gegn krabbameinshvetjandi áhrifum estrógens. Finnsk rannsókn sýndi að þeir sem neyta rúgbrauða að staðaldri séu síður til þess fallnir að fá ristilkrabbamein. Talið er að rúgur bindi gallsýrur og hindri þannig áhrif þeirra til krabbameinsmyndunar í ristli.

Það er ljóst að rúgbrauð hafa margt fram að færa þegar litið er til heilsusamlegs ávinnings. Því ekki að grípa með sér pakka af heilnæmu og bragðmiklu rúgbrauði strax í dag? Myllan framleiðir afar fjölbreytt úrval af trefjaríkum rúgbrauðum og því ekki eftir neinu að bíða!

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.