logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Heitur brauðréttur með Bóndabríe

10 stk brauðsneiðar (án skorpu)

3 stk paprikur (gjarnan fleiri en einn litur), smátt brytjaðar

1 bréf skinka, skorin í bita

3 sneiðar beikon, skorið í bita

1 dós sveppir eða 250 g ferskir sneiddir sveppir

1 stk Bóndabrie ostur

1 peli rjómi

Sítrónupipar

Timian

 

Rífið brauðið niður og setjið í smurt eldfast mót. 

Beikon er steikt á pönnu, sveppum og skinku bætt út á pönnuna og steikt aðeins lengur. Þessu er síðan dreift yfir brauðið.

Rjóminn er hitaður í potti við vægan hita og osturinn bræddur í honum. Blöndunni er síðan hellt yfir réttinn. Kryddið eftir smekk.

Bakið réttinn við 200°C í um 15 mínútur.  Þá er hann tekinn út og paprikunni dreift yfir.

Gott er að bera réttinn fram með rifsberjahlaupi.

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.