logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

hummus

Hummus er bragðgott og næringarríkt baunamauk sem lagað er  úr kjúklingabaunum, sesamsmjöri (tahini), ólífuolíu og kryddi.  Það bragðast afar vel með ristuðu brauði eða beyglum.  Það er einfalt mál að laga Hummus ef maður á sesamsmjör í ísskápnum og tilbúnar soðnar baunir í dós eða í hæfilegum skömmtum í frysti.


Uppskrift:

250 g soðnar kjúklingabaunir

2 msk hvítt tahini-sesamsmjör

2 hvítlauksrif

3 sólþurrkaðir tómatar í olíu

1 tsk cummin malað

1/2 tsk kóríander malað

2 msk ólífuolía

1 msk sítrónusafi eða límónusafi

salt og pipar að smekk

Aðferð:

Allt hráefnið er maukað saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota.  Saltað og kryddað eftir smekk.

Bætið við ólífuolíu eftir smekk ef maukið er of stíft.

Síðan er um að gera að leika sér með kryddin og prófa sig áfram með bragðlaukana.

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.