logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

hamborgararNú þegar grillspaðarnir eru komnir á loft er ekki úr vegi að prófa eitthvað nýtt og spennandi á grillið. Allir þekkja hversu handhægt og fljótlegt það er að grilla hamborgara. Þessi kryddaði borgari krefst aðeins meiri undirbúnings en ella, en er vel þess virði að prófa. Borgarinn er hæfilega kryddaður þannig að hann hentar einnig vel fyrir börn, en þeir sem vilja geta bætt um betur og notað jafnvel ferskan chillipipar og jalapeno með.

Hakkblanda:
600 g nautahakk
½ lítill laukur rifinn/maukaður
2 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir eða pressaðir
1,5 tsk paprikuduft
1,5 tsk malað cumin
½ tsk chiliduft
Salt og nýmalaður svartur pipar

8 sneiðar af beikoni (steikt á pönnu þar til stökkt)
4 sneiðar ostur
½ lítill laukur saxaður
4 hamborgarabrauð
Salsasósa
Tortilla flögur
Ferskt og brakandi salat

Eldunaraðferð:
  • Olíuberið og hitið grillið.
  • Steikið beikonið á pönnu þar til stökkt. Látið kólna á meðan borgararnir eru lagaðir.
  • Blandið saman við hakkið maukuðum lauk, hvítlauk og kryddi. Saltið og piprið og blandið vel saman með höndunum.
  • Skiptið hakkinu í 4 hluta og mótið í hamborgara.
  • Penslið borgarana létt með jurtaolíu áður en þeir eru settir á grillið.
  • Grillið borgarana á meðalhita. Osturinn er settur á þegar um 2 mínútur eru eftir af grilltímanum.
  • Gott er að hita hamborgarabrauðin á grillinu þar til þau fara að taka smá lit.
  • Berið salsasósu á brauðið, smá laukur þar ofan á, 2 beikonsneiðar og að sjálfsögðu hamborgari.
  • Berið fram með fersku salati að eigin vali og tortilla flögum.
Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.