logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Best er að geyma brauð við stofuhita

Best er að geyma brauð við stofuhita

Innpakkað brauð

Innpakkað brauð ætti alltaf að geyma í umbúðunum sem það var keypt í. Pokinn á að vera vel lokaður og þægilegast er að nota plastlokuna sem fylgdi pokanum til að halda honum vel lokuðum. Þannig ættu flest brauð að halda sér í nokkra daga við stofuhita.


Athugið að pokalokan geymir upplýsingar um best fyrir dagsetningu og því er mikilvægt að halda upp á hana.

Brauð með skorpu

Brauð og rúnstykki með harðri skorpu er best að borða sama dag og þau eru keypt. Sum verða seig eftir nokkra klukkutíma. Ónotuð skorpubrauð þorna hratt og skorpan verður fljótt seig, sérstaklega er brauðið er geymt í lokuðum plastpoka. Þannig brauðafganga er tilvalið að nota í heimagerða brauðteninga í salatið eða bruschetta.

Ísskápurinn

Forðist að geyma brauð í ísskáp. Meðalhiti í ísskáp er 5°C, sem er það hitastig sem brauð eldist hraðast við. Einn dagur í ísskápnum jafngildir þremur dögum við stofuhita.

Frystirinn

Frystirinn er besti staðurinn til að geyma brauð, ef á að geyma það framyfir „best fyrir" dagsetninguna.  Gott getur verið að frysta innpakkað brauð og taka aðeins út þær sneiðar sem nota á hverju sinni.

Pakkað brauð geymist allt að þrjá mánuði í frysti. Afþýðing á brauði við stofuhita tekur nokkurn tíma og getur verið mismunandi eftir stærð brauðsins. Ef liggur á, má pakka því í álpappír og setja inn í heitan ofn í nokkrar mínútur.

Frostvara

Brauð og smábrauð sem keypt eru sem frostvara er best að geyma áfram í frysti en þau má einnig geyma í kæli eða við stofuhita í allt að 3 daga áður en þau eru bökuð í ofni samkvæmt leiðbeiningum.  Athugið þó að baksturstími er styttri fyrir brauð sem geymd hafa verið með þessum hætti miðað við geymslu í frosti.  Öll brauð sem ætlast er til að séu bökuð fyrir notkun þola geymslu í kæli því með bakstrinum endurheimta þau fyrri mýkt sína.

Frískað upp á gamalt brauð

Fríska má upp á brauð með skorpu, rúnstykki og bollur sem eru aðeins farin að eldast með því að pakka þeim inn í álpappír og setja inn í heitan ofn í 5-10 mínútur. Brauðið ætti svo að kæla í pappírnum og borða fljótt á eftir.


Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.