logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

b_225_0_16777215_00_images_stories_carrotsoup.jpg 

Þessi súpa hreinlega gælir við bragðlaukana!  Berið fram með ferskum kryddjurtum, slettu af sýrðum rjóma og uppáhalds brauðinu ykkar.

Uppskrift:

1 poki gulrætur, rifnar niður 

1 laukur, sneiddur smátt

2 hvítlauksrif, sneidd smátt

2 msk sneitt engifer

2 tsk karrý

2 msk hveiti

1 1/2 líter kjúklingasoð

1 lítl dós kókosmjólk

1-2 tsk chilliduft

3 msk hunang

Aðferð:

Laukur og hvítlaukur er glæraður í olíu við vægan hita í um 5 mínútur.

Bætið karrý, engifer og gulrótum út í og látið malla saman í um 2 mínútur. 

Hveit er stráð yfir og hrært saman við og síðan er soðinu hellt út i smátt og smátt, síðan kókosmjólk, chillidufti og hunangi.  Ef vill má mauka gulræturnar og laukinn með töfrasprota á þessu stigi.

Látið malla í um 20 mínútur, smakkið til og bragðbætið ef vill.

Gott er að setja slettu af sýrðum rjóma út í súpuskálarnar eftir að búið er að skenkja súpunni og skreyta síðan með fersku kryddi, eins og steinselju eða kóríander.

Frábært með hvítlauksbrauði, súpubrauði eða snittubrauði.

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.