logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Kolvetni er orkugjafi rétt eins og fita en þó orkuminni, með 4 hitaeiningar í hverju grammi, borið saman við 9 hitaeiningar í fitu. Kolvetni er fyrst og fremst að finna í hvers kyns fæðu úr jurtaríkinu og er mjólk nánast eina dýraafurðin sem inniheldur kolvetni. Þetta er ekki undarlegt þegar haft er í huga að dýr safna fitu en flestar plöntur safna orku í formi sykurs eða sterkju auk fitu.

Kolvetnum má skipta í tvo höfuðflokka, sykur og sterkju.

Sykur er í ýmsum fæðutegundum frá náttúrunnar hendi, einkum þó ávöxtum, berjum, ávaxtasafa, mjólk og hunangi.

Auk þess er sykur unninn bæði úr sykurreyr og sykurrófum og er sá sykur gjarnan nefndur viðbættur sykur til aðgreiningar frá öðrum sykri. Hófleg sykurneysla er ekki talin skaðleg og tengist á engan hátt hjartasjúkdómum, sykursýki eða krabbameini svo vitað sé, þótt fólk sem komið er með sykursýki þurfi alla jafna að takmarka sykurneysluna. Sykur er fyrst og fremst talinn óhollur vegna þess að með viðbættum sykri eykst orkugildi fæðunnar án þess að bætiefnin aukist að sama skapi og því er oft talað um að sykur gefi "tómar hitaeiningar". Verði sykurneyslan mjög mikil er hætta á að fæðið verði bætiefnasnautt og lélegt.

Sterkju er að finna í kartöflum og öllum korntegundum. Við fáum því sterkju í brauði, pasta, hrísgrjónum, maískorni, morgunverðarkorni, hafragraut og kornblöndu.

Sterkja er æskilegur orkugjafi sem flestir mættu auka í daglegu fæði. Ástæðan er ekki síst sú að með því að auka hlut sterkju minnkar hlutfall fitu í máltíðinni að sama skapi. Það er hollara að borða tvær lítið smurðar brauðsneiðar en eina brauðsneið með þykku lagi af smjöri eða smjörlíki og eins er hollara að minnka heldur kjötskammtinn og auka kartöflurnar eða annað meðlæti heldur en að borða máltíð sem er nánast eingöngu kjöt.

Gæta þarf að því hvers konar kolvetni verða fyrir valinu ekki síður en tengund fitu í fæðunni.  Helsti munurinn á viðbættum sykri og öðrum kolvetnum felst í hollustuefnunum sem fylgja.  Þannig er sykurinn sneyddur öllum bætiefnum á meðan kolvetnarík matvæli á borð við gróft kornmeti, ávexti og grænmeti veita margskonar mikilvæg hollefni auk trefja.

Hlutur kolvetna er heldur minni í fæði Íslendiga en flestra nágrannaþjóða, eða um 45% orkunnar, en hins vegar er hlutur viðbætts sykurs óvenjumikill, sérstaklega meðal ungs fólks, eða um 18% orkunnar.  Viðbættur sykur er í mjög mörgum fæðutegundum sem eru vinsælar meðal ungs fólks, s.s. gosi og svaladrykkjum, sælgæti, kexi, mjólkurvörum og morgunkorni.  Meðalneysla trefja er hins vegar langt undir ráðleggingum, ekki hvað síst vegna lítillar neyslu grófs kornmetis, grænmetis og ávaxta.  Trefjar eru nauðsynlegar fyrir heilbrigði meltingarvegar, þær örva meltinguna og hreyfingu þarfa og auk þess hægja þær á upptöku næringarefna úr meltingarvegi.  Með þvi að fylgja ráðleggingum um neyslu ávaxta, grænmetis og grófs kornmetis má tryggja hæfilega neyslu trefja.

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.