logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Allt sem lifir þarfnast orku.  Mannslíkaminn vinnur orku úr næringarefnum fæðunnar, nánar tiltekið úr kolvetnum, fitu og próteinum.  Þessi efni nefnast einu nafni orkuefni til aðgreiningar frá öðrum næringarefnum eins og vítamínum og steinefnum sem ekki veita orku.  Hægt er að mæla þá orku sem fólgin er í mismunandi matvælum og er algengasta mælieiningin hin alræmda kílókaloría sem gjarnan nefnist hitaeining á íslensku.  Önnur mælieining er þó að ryðja sér til rúms og nefnist sú kílójúl og oft má sjá báðar mælieiningar á umbúðum matvæla þar sem orkuinnihald fæðunnar er tilgreint.

Hver hitaeining samsvarar 4,2 kílójúlum.  Þannig jafngilda 100 kílókaloríur 420 kílójúlum og má nærri geta að notkun þessara tveggja mælieininga hefur valdið talsverðum ruglingi og misskilningi meðal neytenda.  Orkuefnin búa yfir mismikilli orku.  Hvert gramm af kolvetnum gefur 4 hitaeiningar, sama magn fitu gefur 9 hitaeiningar en prótein gefa 4 hitaeiningar líkt og kolvetnin.  Fita er þannig meira en tvisvar sinnum orkumeiri en bæði kolvetni og prótein og af því leiðir að fiturík matvæli eru gjarnan mjög orkurík.

Orkuþörf einstaklinga er mismikil og fer meðal annars eftir aldri, stærð og líkamshreyfingu.  Algeng orkuþörf fullorðinna karla sem vinna kyrrsetustörf er 2700 hitaeiningar á dag en kvenna um 2200 hitaeiningar.  Þessar tölur hækka umtalsvert ef um erfiðisvinnu er að ræða eða mikla líkamlega áreynslu daglega.

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.